Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 33
31
Það heitir ekki skarpakjöt, heldur skerpukjöt.
Mér er sama, hvað það heitir. Það lyktar samt. Ég ætla
ekki að banna þér að vera með skrínukost í herberginu, en
lyktina af þessu skarpakjöti get ég ekki þolað. Þessa ólykt
leggur um allt húsið. Og þegar gestir koma, halda þeir að
ég sé einhver sóði. Þú verður að hætta að koma með þetta
skarpakjöt.
Eftir þennan lestur frúarinnar fer Ásbjörn upp í herbergið
sitt og hugsar um ólyktina eins og hverja aðra fjarstæðu.
Seinna um kvöldið býr hann sig upp og fer út. Hann gengur
þjóðveginn og ætlar til borgarinnar.
Ásbjöm! er kallað á eftir honum. Hann þekkir röddina og
snýr við. Ætlarðu ekki að tala við mig? spyr Jóna utan til við
hliðið.
Hvað viltu mér? spyr hann.
Ég er ein heima í kvöld og er að straua stórþvott. Viltu ekki
koma inn og fá hjá mér kaffisopa?
Hún fer með hann í eldhúsið og gefur honum kaffi.
Þegar hún er búin að renna í bollann hans, segir hún, með
lítilsvirðingu í röddinni:
Það eru nú meiri kallamir þessir kanar!
Ásbirni svelgdist á við að heyra þessi óvæntu tíðindi.
Meiri kallamir þessir kanar, hvað áttu við Jóna?
Hann Jakk, sem ég var trúlofuð, stal undirfötunum hennar
Stefaníu og gaf mér þau. Ég tók eftir þvf í kvöld, að þau voru
merkt og sýndi húsmóður minni þau. Og hvað heldurðu?
Það var húsmóðir mín, sem gaf henni Stefaníu þau í afmælis-
gjöf um daginn.
Stefanía var einmitt að spyrja mig, hvort ég hefði ekki séð
þau á snúrunni í morgun.
Hann fær meira kaffi, og þau tala um alla heima að geima.
Hann fór ekki, fyrr en hún var búin að straua allan þvottinn.
Þá var klukkan að ganga tvö um nóttina.
Morguninn eftir sér hann ekki hinn unga og fjörlega amer-
íska hermann. Ásbjörn er ánægður. Og hann fer að hugsa