Árbók skálda - 01.12.1955, Page 34
32
á ný um sólctrlagið. Já, sólin kemur upp í austri og sezt í
norðri. Þetta uppgötvaði hann sjálfur, þess vegna var svo
gaman að hugleiða þetta fram og aftur með sjálfum sér.
Eitt kvöld býður hún honum í herbergi sitt.
Nú erum við trúlofuð, hugsar hann á leiðinni til hennar. Þó
herbergið só ekki stórt, finnst honum það mjög fínt. Þessi
rauðrósóttu gluggatjöld, hvít í grunninn, gefa herberginu sér-
stakan þokka. Þama er sófi og reykborð, sem hjónin í húsinu
eiga. Legubekkinn á Jóna sjálf og kommóðuna. Veggteppið
uppi yfir legubekknum á hún líka. A því er mynd af ljónynju.
Á kommóðunni er skrautmáluð belgflaska frá Spáni og í
henni blómstilkur, sem teygir blöð sín báðum megin yfir -
kommóðuna. Þau sitja á legubekknum hennar og tala aftur
um alla heima og geima. Hún getur með engu móti stillt sig
um að segja honum ævisögu sína:
Hugsaðu þér, Ásbjörn. Þegar ég var nítján ára trúlofaðist
ég í fyrsta sinn. Hann var jafngamall mér. Þetta var heima í
kauptúninu. Hann var svo latur, hann nennti ekki að vinna.
Og til þess að breiða yfir þessa leit sína þóttist hann vera
skáld. Aftur á móti var bróðir hans alltof vinnusamur. Hann
bókstaflega vann dag og nótt. Hann var með dellu. Og ekki
mátti hann sjá nokkra vél, þá var hann óðara búinn að rífa
hana í sundur stykki fyrir stykki.
Til hvers var hann að taka hana í sundur stykki fyrir stykki?
spyr Ásbjörn og færir sig þétt að Jónu.
Til hvers? spyr hún. En bara til þess, að geta sett hana sam-
an aftur. Einu sinni bauð hann mér á dansleik, en gleymdi
að koma sjálfur.
Gleymdi hann að koma sjálfur? stundi Ásbjörn upp og
kyssti hana á kinnina. Hvað var hann að gera?
Hann var að skrúfa saman einhverja vél, sem hann hafði
rifið í sundur um daginn.
Það er von, að þú gefist upp á svona piltum, segir hann.
Hún þagnar og segir svo:
Ásbjörn, ég er búin að sjá það, að þú ert mér að skapi. Þú