Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 35
33
ert mátulega gáfaður, mátulega hár, og mátulega vinnusam-
ur fyrir mig. Já, og þú ert mátulega laglegur og allt það.
Kysstu mig, segir hann.
Nei, ekki núna, svona, ekki. Ég þarf að vakna snemma í
fyrramálið. En ég ætla að koma yfir til þín og sjá herbergið
þitt og vera hjá þér langt fram á nótt, einhvemtíma.
Ég þarf líka að vakna snemma, segir hann, tekur yfirhöfn
sína, kveður hana og fer.
Eitt kvöld, nokkrum dögum síðar, kemur Jóna í heimsókn til
Ásbjamar. Ásbjöm hefur búið sig undir komu hennar með
gosdrykkjum, súkkulaði og sígarettum. Hún bankar hjá hon-
um. Hann opnar og hjálpar henni úr kápunni. Hún litast um
í herberginu og tekur sér loks sæti á kollinum undir gluggan-
um. Ásbjöm gengur um gólf, mjög hugsi, þar til hann segir:
Jóna, ég hef lengi ætlað að segja þér af mér og hverrar
ættar ég er. Ég er sannur Norðurlandabúi. Sko, móðir mín
var dönsk í aðra ættina og faðir minn einnig. En afi minn var
Norðmaður og hinn afi minn Svíi. Veiztu það, að ég er tuttugu
og fimm prósent Islendingur ....
Æ, góði Ásbjöm, ég hef bara ekki nokkurn áhuga á ætt-
fræði. Segðu mér heldur, hvort þú hefur ekki verið trúlofaður?
Nei, aldrei, segir Ásbjöm samvizkusamlega.
Jæja, ekki það.
Veiztu, Jóna, að sólin hérna á íslandi kemur upp í austri, en
sezt í norðri? Ég hef verið að veita því athygli núna í sumar.
Þú ert sennilega mjög athugull maður, en talaðu um þetta
við einhvern veðurfræðing. Segirðu annars satt, hefurðu aldrei
þekkt neina stúlku?
Nei, aldrei. Viltu appelsín?
Já, takk.
Hann tekur upp eina gosdrykkjaflösku og réttir henni. Hann
nær í bolla í kistunni og réttir henni einnig.
Nei, ég vil ekki bollann. Ég ætla að drekka úr flöskunni.
Hún sýpur einn sopa af appelsínuvatninu, en ætlar varla að
geta haldið honum niðri. Henni varð svo skyndilega flökurt
s