Árbók skálda - 01.12.1955, Side 38
36
og hafa lítið sem ekkert kaup. Já, og fer ekki fátsekt fólk á
mis við svo margt gott? Kannski hefði þessi andstyggilega
lykt, sem flæmdi hana Jónu í burtu, ekki verið í herberginu
hans, ef hann hefði verið uppalinn á dálítið efnaðra heimili?
Hann hættir skyndilega að brjóta heilann um þessar hliðar
málsins, en ákveður með sjálfum sér, að hér eftir skuli hann
ekki láta kokkála sig eða snúa á sig. Hann ákveður því að
fara með pakkann til Jónu og gefa henni þessa rausnaralegu
gjöf sjálfur. Hann lætur umbúðirnar utan um gjafirnar og fer
með pakkann yfir til Jónu.
Honum er sagt að Jóna sé niðri í kjallara að leggja í bleyti
þvott. Hann fer niður með pakkann. Hún stendur við stamp
og hrærir í sápuvatni. Þegar hún sér hann með þennan pakka
spyr hún hann reiðilega án þess að heilsa:
Hvað ertu með? Viltu finna mig?
Ég er með pakka til þín.
Ég vil ekki neinar gjafir frá þér. Þessir karlmenn, þeir eru
sannarlega aumir. Að vera með ykkur, að þekkja ykkur, að
umgangast ykkur, það er að fara frá einni plágunni til ann-
arrar. Ef þið eruð ekki latir, þá eruð þið þjófóttir, og ef þið
eruð ekki þjófóttir, þá eruð þið sóðar. Farðu út með þennan
pakka, ég vil ekki sjá hann.
Það kom brezkur hermaður með hann og bað mig að af-
henda þér hann.
Láttu hann þarna á borðið og flýttu þér svo út!
Ásbjöm lætur pakkann á þvottaborðið. Honum líður illa og
hann veit ekki, hvað hann á að segja.
Ertu trúlofuð? spyr hann án þess að reyna að særa hana
með því að gefa í skyn, að hún sé í ástandinu.
Nei, ég er ekki trúlofuð. Og ef ég á að segja þér eins og
er, þá ætla ég í klaustur í Englandi. Ég er orðin kaþólsk og er
hætt að skipta mér af karlmönnum. Það er eitthvað mikið
leiðinlegt við karlmenn. Og farðu frá mér eða ég tek slöng-
una og sprauta á þig vatnil