Árbók skálda - 01.12.1955, Page 40
38
gættinni. Hún er í nýja austurlenzka náttkjólnum, sem minnir
á austurlenzkan spámannsbúning, alsettur stjömum og hálf-
mánum. En brjóstahöldin ber hún ekki. Hún brosir á eftir
hershöfðingjanum. Hún veit að hann kom til hennar, af því
að hann var einmana hershöfðingi langt norður við heim-
skautsbaug og haíði aldrei á ævi sinni kysst óbreytta alþýðu-
stúlku fyrr, já, hún var sú fyrsta. Svona er lífið.
Hann lítur í kringum sig eins og þjófur og hraðar sér að
hliðinu, teygir handleggina beina niður með síðunum og
gengur eins og hann sé að stjóma heilli herdeild, sveiflandi
höndunum fram og aftur með lítið prik í hægri hendi. Lítið
prik? Það er ekki rétt. Þetta er sproti af sama bergi brotinn
og veldissproti konungsins, táknar áhrif Bentons og völd í
stjóm brezka heimsveldisins. Hann opnar hliðið gætilega og
lokar því aftur. Hann hraðar sér upp á þjóðveginn í áttina
til .borgarinnar. Hann er mjög útskeifur, á brúnum uppreim-
uðum skóm í stíl við einkennisbúninginn. Hann gengur mjög
hratt. Einn, tveir, einn, tveir, einn, tveir ....
Hann fjarlægist smátt og smátt og skóhljóðið smádofnar unz
það heyrist ekki lengur ....