Árbók skálda - 01.12.1955, Page 47
GEIR KRISTJÁNSSON
Stríðið við mannlzynið
Horaði maðurinn með fuglsnefið gekk á milli búðarglugg-
anna og speglaði sig. Þannig hafði hann gengið í heilan
mánuð, sömu göturnar aftur og fram í eilífri erindisleysu.
Þetta var í júlí og hurðimar teknar af hjömm á veitingahús-
unum svo menn ættu greiðari aðgang. Það voru borð og
tágastólar á gangstéttunum og hundamir göptu af hita og
mæði í sólskininu. Stundum rak á þurrar vindkviður, sem
glefsuðu í léreftskjóla kvenfólksins og þeyttu ryki og bréfa-
rusli í meiningarlausa hringi. Þess á milli datt allt í dúna
logn.
Hann brosti og kinkaði kolli framan í spegilmynd sína í
glugganum, hallaði höfðinu örlítið til hliðar svo hann sæi
vangasvipinn líka og gekk nokkur skref aftur á bak eins og
hann væri að skoða listaverk. Þegar hann varð þreyttur á
einum glugga, flutti hann sig að þeim næsta.
Þannig leið dagurinn og sólskinið varð rautt og hætti að
svíða hörundið aftan á hálsinum. Þá vissi hann að það var
komið kvöld, og hann skrapp inn í hliðargötu til að sjá á
kirkjuklukkuna. Hann hélt áfram að ganga löngu eftir að
myrkrið var dottið á, því hann kveið fyrir að fara heim og
hátta, kveið fyrir að sjá aftur lasburða legubekkinn og stólana
með þessu slitna, rósótta áklæði, sem hann kunni orðið utan-
að, kveið fyrir að heyra klukkuna slá hinumegin við þilið
og kveið fyrir að verða andvaka. Hann taldi hellurnar í gang-