Árbók skálda - 01.12.1955, Page 51
49
ur í lögun eins og Norður-Ameríka, og hann haíði rispað
Flórída-skagann með hnífsoddinum einn morguninn syo lík-
ingin yrði nákvæmari.
Annars stóð hann í hvarfi við gluggatjöldin og íylgdist með
njósnurunum niðri á götunni. Hann hló að þeim í huganum,
því hann vissi að þeir vissu ekki að hann horfði á þá, og
vegna þess að þeir létust vera klókir og þóttust ganga þama
framhjá af hendingu. Sá njósnari, sem var á vakt kl. 8—10
á morgnana, sat á bekk við tjörnina niðri í garðinum. Hann
hafði með sér brauðskorpur í bréfi og þóttist vera að gefa
öndunum á meðan hann sat og einblíndi á fordyri hússins.
Það var lítill karl með grátt yfirvararskegg og alltaf í svörtum
frakka, þvf það voru allskonar menn, sem þeir höfðu valið
til að njósna um hann, og það var eitt af herbrögðum þeirra
að hafa þá sem allra ólíkasta hvern öðrum. Hann hafði horít
á þá úr fylgsni sínu í nokkra daga og beðið eftir að eitthvað
gerðist, að þeir legðu til atlögu og hættu þessu framkvæmda-
lausa umsátri, en þegar hann fékk þann grun að fyrir þeim
vekti ekki annað en svelta hann inni, ákvað hann að verða
fyrri til.
Það var eftir íyrstu regnnóttina í fleiri vikur, þegar göturnar
voru svo hreinar og morgunloftið svo tært, að það minnti á
sunnudag.
Njósnarinn, sem hafði það að yfirvarpi að færa öndunum
brauð, kom á nákvæmlega sama tíma og vant var. En þegar
hann sá þann, sem hann átti að njósna um, sitja á bekknum,
þar sem hann var vanur að sitja sjálfur, var eins og rynnu á
hann tvær grímur, yfirvaraskeggið lyftist ofurlítið, og hann
tók óákveðin skref út til hliðanna, áður en hann stanzaði, og
þeir horfðust í augu.
Hann mundi ekki nákvæmlega, hvernig það atvikaðist, að
hann stakk hann, en hann hafði óljóst hugboð um að sá
gamli hefði hrópað eitthvað, og hann mundi að yfirvara-
skeggið hafði titrað og eftir að hann var dottinn, sneri það
hvíta í augunum út.
i