Árbók skálda - 01.12.1955, Side 53
G I S L I I.
ÁSTÞÓRSSON
Bissnes
Við erum staddir suður í Kópavogi í blíðskaparveðri að
fara með streng inn Álfhólsveg, sem er efstur vega norðan
til í Kópavogshálsi, og Ingi er að reyna að slá mig um 3000
krónur, þegar Gvendur í Bót kemur akandi í sérvolettinum,
sem hann notar til styttri ferðalaga, og stoppar uppi á vegi
og kallar á mig. Gvendur í Bót er á svipuðum aldri og ég,
og áður en hann opnar þvottahús á öðruhvoru götuhomi í
bænum og rýkur upp í parmilljónera á nokkrum árum, er
hann bara réttur og sléttur borgari eins og þú og ég, það
er að segja verkamaður.
Gvendur er grindhoraður og ræfilslegur og bólugrafinn aft-
ur fyrir eyru, en hann er mesta hörkutól í öllu sem heitir
bissnes, og það orð fer af honum að hann sé svikulli en ryðg-
aður sígarettukveikjari. Hann er forríkur þegar hér er komið
sögu og á tvo lúxusbíla og sérvolettinn, sem hann notar til
styttri ferðalaga, en auk þess þrjá stóra sendiferðabíla, sem
hann hefur látið mála póstkassarauða, og á þeim stendur
Þvottahúsið Bót, líklegast til þess að menn viti hvert eigi að
skila þeim, ef þeir skyldu týnast.
Við Gvendur emm búnir að þekkjast í mörg ár, þó að við
hættum að heilsast þegar hann kemst á aðra milljónina, og
ég man eftir honum á Eyrinni, þar sem hann þykir einkar
laginn að koma sér í mjúkinn hjá verkstjóranum, og enn-
fremur emm við saman á Siglufirði eitt síldarleysissumar.
Gvendur skvettir talsvert í sig eins og fleiri þetta sumar, og