Árbók skálda - 01.12.1955, Page 59
57
mönnum. Hctnn segir mér líka að það sé blátt áfram lýgilegt
hvað lánamarkaðurinn sé þröngur um þessar mundir, og með
sama áframhaldi geti hann pakkað saman og fundið sór eitt-
hvað annað að dútla við, og kannski það sé nú að koma á
daginn, segir hann að lokum, sem hann hafi raunar alltaf
sagt, að það sé bara bezt að vera óbreyttur verkamaður.
Allt þetta má ég segja Inga þegar við hittumst við bflinn
daginn eftir, og hann er svo sorgmæddur þegar við komum
suður á Álfhólsveg að hann gerir minna en ekki neitt og er
þó röskleikapiltur. Hann stendur niðri í holunni og styður
skófluna og horfir á tærnar á sér, og þegar ég reyni að hressa
upp á hann með því að sækja Vikublaðið inn í skúr og lesa
fyrir hann smellnustu klausurnar í nýjustu skammargreininni
um Gvend í Bót, þá brosir hann ekki hvað þá meira, og er
þessi grein þó mergjaðri en hinar þrjár og jafnskemmtilegust.
Hann heldur bara áfram að styðja skófluna og horfa á tærn-
ar á sér, nema hvað hann lítur einu sinni upp og segir: Ja,
aumingja vesalings barnið!
Það liggur f hlutarins eðli að Ingi er þarna að tala um sitt
eigið barn og að hann er að vorkenna því fyrirfram að það
skuli eiga fyrir því að liggja að alast upp í bragga. Ég segi
líka fyrir mig að ég veit ekki hvað ég vil heldur gera en að
láta drengina mína alast upp í bragga, því að þó það sé
slæmt fyrir alla, þá er það áreiðanlega verst fyrir þá sem
einhverntíma hafa búið í mannabústöðum. Ég held nærri
því að ég vilji heldur fara í tugthúsið heldur en að flytja í
bragga, og ég hef svo mikla meðaumkun með Inga að ég
fleygi Vikublaðinu lengst upp á veg og byrja sjálfur að styðja
skófluna og glápa á tærnar á mér.
Ég veit ekki hvað við stöndum lengi í holunni, nema hvað
mér er orðið sárkalt á fótunum þegar vindgustur feykir Viku-
blaðinu aftur ofan af veginum og niður í holuna til okkar
og snýr þeirri hlið upp sem helguð er Gvendi í Bót. Fyrirsögn-
in er: GVENDUR I BÓT — VÍNBLETTUR Á VERZLUNAR-
STÉTTINNI, og þegar ég er búinn að horfa á hana stundar-