Árbók skálda - 01.12.1955, Page 61
59
Nú er skipulagningin farin að segja til sín, og áður en
líður á löngu er skrifstofan orðin full út úr dyrum af siálfboða-
liðum, sem streyma að úr öllum áttum þegar þeir frétta hvað
vofir yfir barninu hans Inga, og þarna eru verkamenn komn-
ir beint af Eyrinni og verksmiðjustúlkur, sem eru enn í vinnu-
fötum, og bílstjórar, sem lána bílana sína, og húsmæður, sem
vita hvað það er að búa í bragga, og nokkrir sjómenn og
slangur af búðarlokum og eitt skáld úr Hafnarstræti, sem
komst ekki inn í Nýborg fyrir lokun.
Þetta minnir mest á kosningar ef það minnir á nokkuð, og
þegar stofuklukkan í útvarpinu slær átta, þá er allt appa-
ratið komið í gang og vel smurt og engin vindhögg, og það
er ekki blöðum um það að fletta að ef við verðum ekki fyrir
stórkostlegum skakkaföllum, þá lítur þetta sannarlega vel út.
Við skipuleggjum þetta þannig að sumir hringja og sumir
ganga í húsin og allir eru spurðir sömu spumingarinnar,
sem sé hvort þeir vilji leyfa honum Gvendi í Bót að þvo af
þeim einar skítugar vinnubuxur eða einn jakka eða einn
samfesting í þetta eina skipti til þess að hann Ingi hjá Sím-
anum tapi ekki íbúðinni sinni. Við förum eftir félagaskránni
og krossum jafnóðum við nöfnin, og þar sem við höfum gnægð
sjálfboðaliða og eina tíu bíla, þá gengur þetta fljótt og vel
og hnökralaust. Nærri allir sjálfboðaliðamir fá góðar mót-
tökur, og þegar við hættum um miðnætti, em 429 Dagsbrún-
armenn búnir að skrifa sig fyrir 372 vinnubuxum, 286 vinnu-
jökkum og 62 samfestingum.
Okkur kemur saman um að byrja aftur klukkan tíu dag-
inn eftir, sem er sunnudagur, og þá er líka byrjað að sækja
fatnaðinn og flytja hann niður í hús, og þeir sem það gera
hafa meðferðis spánýja afgreiðsluseðla frá Gvendi í Bót og
gefa kvittun íyrir hverri spjör og merkja hana. Það líður ekki
á löngu þar til varla verður þverfótað í skrifstofunni fyrir
skítugum vinnufatnaði, og þegar við látum þrjár handfljótar
stúlkur framkvæma bráðabirgðatalningu klulckan fjögur, þá
tilkynna þær að söfnunin sé komin í tæpar 2,000 krónur mið-