Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 66
64
hann á augabragði kominn upp í 300 krónur, og þegar ég
hnerra nokkrum sinnum, þá heyrist honum ég vera að segja
nei og rýkur upp í sex, sjö og átta hundruð krónur á broti úr
mínútu. Ég reyni að skjóta inn einu og einu orði til þess að
róa hann pínulítið, en það gerir bara illt verra, því að þegar
ég hvái, þá segir hann: Níu hundruð! og þegar ég hósta, þá
segir hann: Þúsund! og svona heldur hann áfram, þó að ég
reyni í sífellu að stöðva hann, og ef satt skal segja tekst mér
ekki að stöðva hann fyrr en hann er kominn upp í 1500 krón-
ur, og þá hef ég ekki brjóst í mér að segja nei, því að það er
ekki blöðum um það að fletta að maðurinn hefur tekið ást-
fóstri við myndina.
Við erum í súkkulaðiveizlunni hjá Inga og Ástu, og Ingi
heldur í hendina á Ástu og er að lýsa því fyrir okkur hvernig
hann sleppur inn í bankann með afborgunina á slaginu þrjú,
þegar mér dettur í hug að skreppa út í Turn og kaupa Viku-
blaðið, því að það er hvorttveggja að ég á von á nýrri skamm-
argrein um Gvend, og svo hitt að á meðan ég er í ferðinni
er ekki hægt að þröngva mér til að éta fleiri pönnukökur. En
þegar ég kem aftur, þá er ekki nóg með að Ásta sé enn að
bera inn pönnukökur heldur er ekki minnst á Gvend einu
orði í blaðinu. Næsta þriðjudag, sem er síðasti dagurinn okkar
á Álfhólsveginum, gerist það svo, að blaðið gleymir að koma
út, og þamæsta þriðjudag þegar ég kaupi það glóðvolgt úr
pressunni, er það svo sneisafullt af auglýsingum frá Gvendi
í Bót að það er varla pláss fyrir dagsetninguna hvað þá
langa skammargrein.
Við erum að fara með streng inn Fífuhvammsveg, sem er
líka í Kópavogi, nema hvað hann er talsvert sunnar en Álf-
hólsvegur, þegar einhver byrjar að nöldra út af þessari aug-
lýsingamergð og talar sig upp í æsing og endar með því að
grýta Vikublaðinu lengst upp á veg og öskra: Til fjandans
með þetta allt saman!
Og það sem nú gerist er í fyrsta lagi það að feitur rauð-
hærður kvenmaður, sem stendur á Fífuhvammsvegi, tekur