Árbók skálda - 01.12.1955, Side 69
67
henni með kurlað drif eða brotini! skiptikassa eða bráðnaðar
sveifaráslegur. Yið sjáum þá halda frá gistihúsinu; aka suður
fyrir það og yfir lækinn og sveigja í bratta hlíðina. Bifreið-
arnar sniglast másandi framhjá neðstu tjöldunum og upp fyrir
matarskúrinn. Efst er mjög brattur kafli og erfiður. Við veðjum
á þær af því við vitum þær stranda sumar. Það er veðjað
um brennivín og landa, sem er bruggaður utar í dalnum og
einn okkar selur fyrir lítið. Ef umferð er að ráði, eru stundum
tíu flöskur til reiðu um helgar. Þær drekkum við hvort heldur
við höfum tapað eða unnið.
Þær stanza aldrei lengi, og nokkrir okkar bíða þess 'Ford-
bifreiðin komi. Tjaldnautur minn segir ég megi fá fatið, en
ég er ákveðinn að bíða af því bifreiðin er mikið hlaðin. Það
er blámálað timburhús á henni og vélarhúsið er svart. Gang-
hljóðið berst til okkar, þegar hún fer af stað, og við heyrum
skipt um gír við lækinn.
— Hún kemst ekki, segir bruggarinn.
— Bara hann hafi bremsur, segir vinur ráðskonunnar.
— Það er svalur maður að fara í brekkuna með þetta æki.
Hún er komin í beygjuna núna og kemst ekki nema á móts
við okkur, ef hann getur ekki bætt við vélina.
— Hver vill veðja hún komist upp, segir bruggarinn.
— Þú ert ansi góður með þig, segir vinur ráðskonunnar.
— Þetta er of augljóst mál, segir veghleðslumaðurinn.
— Jafnvel á sléttu, segir vinur ráðskonunnar.
— Þú myndir ekki veðja undan brekkunni, segir bruggar-
inn.
Hún kemur másandi upp fyrir neðstu tjöldin. Það hefur
dregið mikið niður í vélinni og bifreiðarstjórinn heldur báðum
höndum um stýrið. Hann er dökkur í andliti og í rauðköflóttri
skyrtu með olíusmitaða skyggnishúfu. Það er að draga að
fullu niður í vélinni. Maðurinn við hlið bifreiðarstjórans horfir
kyrrlátlega framfyrir sig. Það hlöktir í vélinni og skyndilega
hættir hún að ganga og það er steinhljóð. Svo fer bifreiðin
að renna og það slokar í vélinni þegar sveifarásinn snýst