Árbók skálda - 01.12.1955, Page 71
69
bogi á skeggvængnum þeim megin. Húðin er gulleit og föl
og hún virðist þurr. Andlitið er stríðlega innfallið og augun
stór og lifandi. Hönd hans er einnig þannig og hann er hold-
grannur á hálsinum. Þar er einnig mikill breyskingur í húð-
inni. Ég veit þú hefur ferðast léttilega í meiri brekkum en
þessum og í strangari skilningi. Og þér finnst einkennilegt,
gamli maður, að brekkan er þér erfið. Að þú strandar ekki
í henni framar sé ég.
— Við skulum reyna að ýta, segir bruggarinn.
— Það er ekki nema karlmannsverk að koma bifreiðinni
upp, segir bóndinn.
Nú förlast þér. Og vont að heyra þig tala um karlmennsku,
sem var ekki orð heldur gjörnaður meðan þú máttir. En þú
veizt hvað býr með þér; að þetta er síðasta brekkan í öllum
skilningi. Ég sé það á húð þinni og þessum stóru og heitu
augum.
— Hvað er á bílnum, segir vinur ráðskonunnar.
— Það er matvara, drengir. Eitt og hálft tonn.
— Og hálft tonn af olíu, segir bifreiðarstjórinn.
Þannig varstu yfir gangnafélögum þínum aðframkomnum,
þegar þú gættir hestanna, vitandi það velta á þeim, hvort þið
hefðuð líf eða ekki. Þá varstu hvergi smeykur og nú ertu
léttur í máli, þótt þeir skæru þig ekki fyrir norðan og segðu
þér að fara heim með þetta í maganum af því það væri
orðið of stórt og af því þú hefðir komið of seint.
— Jæja.
— Já, drengir, blessaðir við skulum ýta, segir bóndinn.
— Þið hafið stein, ef hún skyldi renna, segir bifreiðarstjór-
inn.
— Já, segir vinur ráðskonunnar.
Við bíðum fyrir aftan pallinn, meðan bifreiðarstjórinn fer inn
að ræsa vélina. Lárviðarbóndinn er hjá okkur og hefur lagt
hönd á ækið. Vélin fær mikið benzín, og við finnum það er
farið að grípa. Okkur til furðu kemst bifreiðin fremur auð-