Árbók skálda - 01.12.1955, Page 74
72
— Ég xná það ekki. Það er víst maginn, segir hann og otar
flöskunni að okkur hverjum fyrir sig.
— Ekki koníak. Hvernig eru menn að verða.
— Kannski ég fái annan til, segi ég af því ég veit það
gleður hann.
— Svona eiga menn að vera.
Ég tek við flöskunni.
Skál fyrir þér gamli maður. Skál fyrir veginum og brekk-
unni og því, sem þeir skáru ekki úr þér fyrir norðan.
Ég fæ mér annan úr flöskunni og nú sé ég hann brosir.
Skál fyrir lárviðarsveignum, sem þú hefur verið sæmdur í
andanum. Þú veizt ýmislegt er gert í and.anum og héðan af
verður þér ekki þakkað öðruvísi.
Mér er hlýtt til þessarar brekku og þessa vegar, sem veld-
ur því að fundum okkar ber saman á ný, þótt hann muni
ekki lengur drenginn, sem bar honum kaffivatn sóknarbam-
anna í glerungshúðaðri fötu. Ég rétti honum flöskuna og hann
býður hinum. Þeir vilja ekki meira. Bifreiðarstjórinn hissar upp
um sig buxumar og tekur við flöskunni og fer að setja vélina
í gang.
— Jæja drengir, þá er það síðasti áfanginn, segir gamli
maðurinn.
Við setjum axlimar við pallinn og bíðum þess fari að grípa.
Vélin fær fullt benzín, og bifreiðin leggur með. miklum hvin í
brekkuna. Hún þyngist á okkur, en þó er sæmilegur skriður
á henni og við ýtum vel til að halda ferðinni. Uppi á brún-
inni erum við móðir og sveittir og höfum allir tekið nærri okk-
ur. Gamli maðurinn hætti að ýta neðarlega í brekkunni, en
studdi hendi á ækið. Hann sækir koníakið og vill gefa okkur,
en við viljum ekki meira. Bifreiðarstjórinn þakkar okkur og
gamli maðurinn gengur fyrir hvern okkar og kveður. Hann er
brosandi og hreyfingar hans em léttar. Þeir stíga inn. Sumir
okkar eru famir áleiðis niður brekkuna. Bifreiðin rennur af
stað inn heiðina. Að sjá aftaná sýnist hún afar umkomulaus