Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 76
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
Þ-vu, þessir kettir
Hún leggur línið frá sér á borðið og varpar öndinni mæðu-
lega.
Þetta kvöld hefur hún setið lengi við saumaskapinn, og
fingur hennar eru orðnir dofnir af því að handfjalla nálina.
En nú liggur rauðrósótt kjólefnið þarna fyrir framan hana, og
á gólfinu við fætur henni eru smáafklippur og tvinnaspottar.
Það er vissulega mál til komið að hætta þessum sauma-
skap í kvöld — klukkan orðin tólf!
Og konan stendur upp, styður höndum á mjaðmir, setur
tunguna út á milli tannanna og skáskýtur augunum á línið.
Þegar hún hefur virt það fyrir sér um stund, gengur hún fram
að hurðinni og hlustar.
Nei, ekkert hljóð!
Sjálfsagt þraukar hann til klukkan þrjú eða fjögur í nótt,
eða hver veit hve lengi! Þau eru orðin æði mörg og tíð, þessi
vinaboð, sem hann þykist sífellt þurfa að sinna. Ekki vantar
hann svo sem afsakanirnar. Alls staðar þykist hann eiga
þessa góðu kunningja, sem vilja veita honum, og þegar hann
loksins kemur heim, er hann draugfullur og stjarfaður ...
óhæfur ... já, óhæfur til alls, getur meira að segja varla tal-
að. Vanalega er hann sljór eins og sauður, minnislaus og
vitlaus. Eintómt röfl og rugl, sem hann segir, og ekki hægt
að komast til botns í því, hvar hann hefur verið.
Hvílíkur eiginmaður — og þannig nótt eftir nótt!
Kannski hún ætti að þræða kjólskömmina saman — bíða