Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 79
77
Því næst yerður henni gengið út að glugganum. Það er eins
og hún sé knúin þangað af einhverju óþekktu afli. Kannski
eru það aðeins óhljóðin í köttunum úti í húsasundinu — þau
láta svo andstyggilega í eyrum svona um hánótt, þegar allir
eiga að vera f svefni.
Skyndilega dregur konan gluggatjöldin til hliðar, og ljósið
flæðir út í garðinn bak við húsið. Um leið stekkur köttur yfir
grindverkið, og á eftir honum kemur annar í hendingskasti.
Hann er með úfið skott og gul, frygðarleg augu. Kettimir læð-
ast fast að húsveggnum undir glugga konunnar; þar urra
þeir og hvæsa, og steggurinn bítur í veiðihárin á læðunni og
knurrar áfergjulega, er hún emjar.
Þá stappar konan niður fætinum og hrópar með viðbjóði
í röddinni:
„Þvu, þessir kettir! Þessir helvízkir kettir — viðbjóðsleg
kvikindi!"
Svo dregur hún gluggatjöldin fyrir aftur, og það er eins og
fari um hana hryllingur. Hún slekkur ljósið í stofunni og
gengur inn í svefnherbergið. Það loða tvinnaendar við kjól-
faldinn, og þeir falla niður á ristar henni, þegar hún gengur
út úr stofrmni.
Ennþá nær vælið og hvæsið eyrum hennar.
f svefnherberginu er hráslagalegt. Það hefur ekki verið lagt
í kolaofninn, og glugginn hefur staðið opinn í allan dag. Þó
eimir þama enn eftir af áfengisdaun frá því í morgun, er
maðurinn fór út, og vínblanda er í glasinu á borðinu.
Konan tekur að afklæðast. Hún brýtur fötin vandlega sam-
an og leggur þau á stól. Loks stendur hún við rúmið í nátt-
klæðunum einum.
Það er eins og hún hiki við að fara upp í rúmið. Hún stend-
ur stundarkorn við stokkinn, strýkur sér um nakta arma og
brjóst, kastar til höíðinu, svo að hárið fellur niður um hálsinn
og kitlar hana á herðunum. Síðan bregður hún sér í ilskó og
gengur út að glugganum.