Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 80
78
„Hann ætlar að þrauka það fram eftir nóttunni. núna, ræf-
illinn! Enginn umgangur — allt hljótt, nema þessir ófétis
kettir!"
Þannig tautar konan hálfhátt fyrir munni sér og hallast út
í gluggann. En allt í einu sér hún, að Ijósi er brugðið upp í
glugganum hinum megin við húsasundið, og það fer skjálfti
um líkama hennar.
Ljósið er kyrrt og hlýlegt, en svo eins og hálfslokknar það
og verður skært á ný. I sama bili gengur karlmaður í hvítri,
fleginni skyrtu út að glugganum. Hann stjáklar þar fram og
aftur stundarkorn, en staðnæmist svo, og þá fellur Ijósið á
sterklegt brjóst hans og svipmikið, holdugt andlitið.
Þetta augnablik hafði konan einmitt ætlað að varast, og
hún beitir öllum viljastyrk sínum til viðnáms. En það er
eins og hún fái ekki stjómað fótum sínum, þegar hún vill víkja
frá glugganum. Hún stendur þar kyrr, eins og hún megi sig
hvergi hræra, horfir fast á manninn — eins og dáleidd, og
sér sem í móðu ríkmannlega muni inni í herberginu að baki
honum.
Hún tekur ekki lengur eftir hvæsinu í köttunum, þó lætur
nú hærra í þeim en nokkru sinni fyrr.
Aftur á móti virðast kettirnir nú fyrst hafa vakið eftirtekt
mannsins hinum megin við húsasundið, því að í þessum svif-
um opnar hann gluggann og atyrðir kettina heiftarlega, en
þegar það ber engan árangur, lítur hann yfir í gluggann til
konunnar, og það er eins og hann snúi orðum sínum til henn-
ar, þegar hann segir:
„Þvu, þessir kettir! Þeir ætla bara að halda fyrir manni
vöku í alla nótt! Það er ekki gott að sofa, þegar svona ófögn-
uður heldur sig fyrir utan gluggann manns!"
Og nú er eins og konan komist til sjálfrar sín á ný og
minnist kattaplágunnar. Hún hallar sér lengra út í opinn
gluggann og tekur undir orð mannsins:
„Þvu, þessir kettir!"
Svo halda þau bæði áfram að hallmæla köttunum; tala um