Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 83
JÓHANNES
H E L G I
Róa sjómenn...
Við litlu þorpsbrýggjuna liggur reknetabáturinn Bryndís til-
búinn í róður, og uppi á bryggjuhausnum stendur unglings-
piltur á sextánda aldursári hjá nýjum sjópoka og horfir hnar-
reistur til lítils rauðmálaðs húss uppi á höfðanum. — Nei,
auðvitað ekki! Móðir hans, Kristrún á Höfða, sást ekki í glugg-
anum; það var engin hætta á að hún flíkaði með tilfinningar
sínar, konan sú. Það var þó varla til of mikils mælzt, að hún
hefði staðið þarna og veifað honum í kveðjuskyni, þar sem
þetta var nú fyrsta sjóferðin hans. Andlit móður hans, kalt,
steinrunnið andlit, flöktir eitt andartak fyrir hugskotssjónum
drengsins. Nei, það var tilgangslaust að standa hér. Drengur-
inn sviptir sjópokanum hvatlega á öxl sér og stekkur á skips-
fjöl.
Við leggjum hér!
Þeir eru komnir á miðin, og brún netin, nokkur tonn af
þéttriðnum möskvum, blýlóðum, korki og belgjum sturtast í
kjölfar bátsins, unz græn belgjaröðin teygir sig svo langt sem
augað eygir og rauða endabelgnum bregður aðeins fyrir endr-
um og eins á öldutoppum í fjarska — og enn fjær, úti við
sjóndeildarhring, lóna systurskip Bryndísar, hinar dísirnar
fimm frá Höfðaþorpi.
Svo dettur myrkrið á, og nú er ekkert eftir nema gera sjó-
klárt undir rekið um nóttina, sem fer í hönd. Vélin þagnar,
6