Árbók skálda - 01.12.1955, Page 84
82
stýrishúsinu er lokað, lúgur skálkaðar og tendrað á ljósker-
inu í mastrinu.
Lúkarinn er svo lítill, að það rúmast ekki borð í honum,
svo að þeir verða að matast með diskana á hnjánum, en
það er notalegt þama niðri; það snarkar vinalega í litlu
kabyssunni og bjarminn írá henni leikur um höfuð mannanna
og skringilegir skuggar flökta um þiljur og loft. Jökull for-
maður situr þögull; hann er orðfár maður, stórskorinn í and-
liti, tröll vexti og dökkur yfirlitum, svartklæddur frá hvirfli til
ilja. Kokkurinn, grannur maður og veiklulegur, þegir líka, en
vélamaðurinn, sem heitir hinu kynlega nafni Líkafrón, ræðir
þjóðmál. Augu hans eru grá og hlýleg og rödd hans sú feg-
ursta, sem eyru drengsins hafa numið, hreimurinn gæddur
sérkennilegum töfrum, sem fylla lúkarinn undarlegum friði.
Þessi litla áhöfn lætur vélamanninn tala og kinkar öðru hvoru
kolli eins og til samþykkis, en leggur ekkert til málanna.
Loks segir Jökull:
„Jæja, Már. Nú skaltu í koju. Þú átt baujuvakt frá tvö til
fjögur."
Drengurinn skríður í kojuna og liggur góða stund hlustandi
á öldumai' hjala við byrðinginn og súrrið í trossunni uppi á
dekkinu. Báturinn gamli vaggar honum þýðlega, og hann er
þegar farinn að kunna vel við sig. Það síðasta, sem hann
skynjar áður en hann fellur í svefn, er hrjúf rödd Jökuls for-
manns:
„Mér líkar ekki þessi ládeyða."
Glas! Eitthvað snertir öxl drengsins lauslega og tekið er
um úlnlið hans. Hann glaðvaknar á svipstundu. Jökull stend-
ur álútur yfir honum og spennir armbandsúr á úlnlið hans.
Hann talar lágt eins og menn gera ósjálfrátt innan um sof-
andi menn. „Þú vekur okkur svo klukkan fjögur og hefur heitt
vatn tilbúið á kabyssunni. Og ef við nálgumst mikið aðra
báta, þá læturðu mig vita."
Drengurinn bætir á kabyssuna, fer síðan upp á þiljur og