Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 86
84
fólkið vildi sýna henni vináttuvott, mætti það aðeins myrkum
augum ungu konunnar. Hún yrti ekki á nokkurn mann, og
brátt lét fólkið hana afskiptalausa og átti ekkert saman við
hana að sælda og hún ekki við það. Hún kom neðan af höfð-
anum í birtingu á morgnana og hvarf þangað aftur á kvöld-
in, til litla drengsins.
Síðan kom kreppan og neyðin, sem henni fylgdi; þorpsbú-
ar sultu hálfu hungri, svo að hreppurinn varð öðru hvoru að
úthluta matvælum ókeypis handa alþýðu, en konan á höfð-
anum þraukaði hjálparlaust. Hún varð gömul á nokkrum ár-
um, en drengurinn dafnaði vel, og það, að þau sultu ekki
bæði heilu hungri, var að þakka öllum fiskkippunum sem
einhver lagði af og til við dyr hennar snemma á morgnana
öll erfiðu árin. Kristrún vissi ekki hver, hún spurði einskis,
en hana grunaði Jökul formann. Þannig liðu árin, og konan
á höfðanum fékk smám saman á sig þjóðsagnablæ; því var
jafnvel fleygt, að hún kynni eitthvað fyrir sér, og konumar
í þorpinu notuðu hana sem grýlu á bömin, þegar þau voru
óþekk.
Kristrún opnaði gluggann og lét andvarann utan af hafinu
leika um sig. Já, drengurinn var í góðum höndum hjá Jökli.
Þar yrði hann tvö til þrjú ár og síðan færi hann í sjómanna-
skólann fyrir sunnan. Hana dreymdi stóra drauma um son-
inn, og hún hafði ástæðu til þess. Hann var fylginn sér, en
drenglundaður og hafði skarað fram úr í skólanum og unnið
flest heiðursmerki þorpsins fyrir sundafrek og íþróttir. Nei,
hún hafði ekki yfir neinu að kvarta; drengurinn hafði ekki
bmgðizt vonum hennar, og það fór aftur heit bylgja um lík-
ama hennar, eins og fyrr um daginn, þegar hún virti hann
fyrir sér úr skjóli við gluggatjöldin, þar sem hann stóð á
bryggjuhausnum, stæltur og fagur eins og faðir hans heitinn,
þessi töfrandi reisn yfir höfði og herðum. Kristrún sá hann fyrir
sér sem skipstjóra á stjómpalli á stóm skipi, er sigldi um höf-
in víð og breið — sonur hennar!