Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 90
88
snöggt viðbragð, rís skjcdfandi á fætur og læsir fingrunum í
gluggakarminn, svo að hnúamir hvítna undan átakinu. —
Þannig er það! — Hún skelfur ofsalega og þrýstir annarri
hendinni á hjartastað. — Þannig er það! — Báturinn ferst, en
sonur hennar bjargast einn — hann er ungur og hraustur —
hinir drukkna. — Már hennar leggst til sunds — hann er ungur
og hraustur. — Og Kristrún sér hann byltast í sælöðrinu, eld-
ingar leiftra og það tindrar á ljóst hár hans eins og platínu. —
Sonur hennar er syndur eins og selur. — Kristrún grætur af
stolti og eggjar son sinn áfram. — Áfram, Már! — Áfram, Már!
— Hún heldur áfram að eggja hann, þar til öldumar skola
honum upp á svartgljáandi klappir á ókunnri strönd. Hún sér
hann staulast á fætur. — Stormurinn rífur í föt hans — hann
er hálfnakinn — og Kristrún virðir fyrir sér með stolti stælta
vöðvana og ungt, brúnt hörundið, hörundið hennar. — Hann
er fallegur, fallegastur og sterkastur allra drengjanna í þorp-
inu, og hann kemur aftur til hennar. — Kristrún grætur og
hlær til skiptis. — Nú er hann öruggur. — Það er hús skammt
frá sjávarmálinu. — Fólkið styður hann inn. — Þetta er gott
fólk, en hann er svo aðframkominn, að hann fellur í svefn
áður en hann getur sagt til sín. — Hann sefur í sólarhring —
sólarhring, já, það er eðlilegt. — Og nú ætti hann að vera
vaknaður, einmitt núna, og búinn að segja til sín. — Og það
verður hringt á símstöðina, og símstöðin sendir sendil til henn-
ar. — Kristrún lítur á klukkuna, hún er tíu mínútur yfir átta.
Símstöðin hefur verið opnuð fyrir tíu mínútum síðan. — Bráð-
um kæmi sendillinn hlaupandi. — Sonur hennar, Már, sonur
hennar, kemur aftur til hennar.
Kristrún skjögrar út að eldhúsglugganum — og djúp stuna
líður frá brjósti hennar. Drengur kemur hlaupandi fyrir homið
á skemmunni og stefnir á húsið hennar. Kristrún hleypur fram
og hrindir upp útidyrahurðinni. Hún bærir blóðlausar varim-
ar, en orðin deyja út á vömm hennar. Drengurinn hleypur
fram hjá húsinu, og Kristrún ber nú kennsl á hann; það er