Árbók skálda - 01.12.1955, Side 92
J Ó N D A N
Blautu engjarnar í Brokey
FYRRI ÞÁTTUR
— Komdu við í Bjólu.
Þetta voru seinustu orðin, sem móðir hennar sagði við hana,
þegar hún kvaddi hana fyrir utan þorpið. I morgunsórinu
hafði hún kastað yfir sig hyrnu og fylgt henni áleiðis; með
tárin í augunum hafði hún áminnt hana og beðið Guð að
geyma hana. Hún var bezta móðirin í víðri veröld, en það
var engin ástæða til að bera kvíðboga fyrir henni, dótturinni,
þó hún færi nú í fyrsta sinn á ævinni til ókunnugra. Hún
ætlar að ganga við í Bjólu.
Hún er með nesti og nýja skó, enda langur vegur fyrir
höndum. Þetta er árla morguns og Akranes liggur að baki
henni, en Melasveitin framundan. Það er fjara og hún geng-
ur þurrfóta yfir ósinn. I fjarska rís Hafnarfjall og Skarðs-
heiði, en handan við þau er Andakíllinn, og þar er hún ráðin
kaupakona. Bærinn heitir Brokey, og bóndinn er gamall en
sonurinn ungur. Hún hefur aldrei séð fólkið, en heyrt sitt
hvað um það. Og þetta er í fyrsta sinn á ævinni, sem hún
fer til ókunnugra, en samt er ósköp lítill geigur í henni. Enda
ætlar hún að ganga við í Bjólu.
Um hádegisbilið mætir hún karli við þjóðveginn og spyr
hann, hvort bærinn undir drögunum sé Bjóla. — Ójá, anzar
karlinn, en ert þú ekki hún Magga litla frá Yztabæ?
— Jú, svarar stúlkan.