Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 93
91
— Þá muntu vera að leita að mér, rýjan, segir karl, ég er
íöðurmyndin þín.
— Komdu sæll, segir þá stúlkan, ég ætlaði ekki að þekkja
þig, þú ert svo breyttur. Fékkstu boðin írá henni mömmu?
— Já, ég íékk boðin frá henni mömmu. Og var aldrei nema
sjálfsagt að þú labbaðir við hliðina á mér, fyrst bæði ætla í
Andakílinn. Þurfti svo sem enga bónleið að fara, ónei, bara
sjálfsagt. Þú ert nítján ára núna, ef ég man rétt?
— Já, ég er nítján ára. Það eru víst ein átta ár, síðan við
sáumst síðast.
— Já, karlinn hefur ekki verið flakkari, ekki ræktarsamur
með eindæmum. Eiríkur í Bjólu hefur fengið orð fyrir annað
en það. Og móðurmyndinni þinni? Líður bara vel, vænti ég?
— Já, líður vel, segir hún og hlær og apar eftir föður sínum.
— Og telpan ætlar að fara Skarðsheiðarveg, bara það,
framhjá sjálfu Skessuhorni. Uggur er í henni, unganum, vænti
ég?
— Nei, segir hún brosandi, enginn uggur.
— Þú ert svo sem ekki táplaus, ekki guggin ílits, þó ekki
sértu fríðari en föðurmyndin. En munt ekki vera vön við
göngur?
— Ekki vön við göngur, segir hún sem fyrr.
— Hefur ekki farið marga fjallvegina, rýjan. Ekki vænti ég
Dragann? Ekki vænti ég Kjölinn? Hvað er að tala um fjarri
leiðir. Ég nefni þær ekki. En í Berjadal, svona til gamans?
— Já, segir hún, en ég hef aldrei farið að heiman fyrr.
Þau ganga þögul örlitla stund, og hún gefur karlinum horn-
auga. Hann arkar við hlið henni og púar í skeggið. Von
bráðar hefur hann máls á nýjan leik:
— Og ætlar í kaupavinnu að Brokey?
— Já, segir hún, mamma réð mig að Brokey.
— Það er ungur maður í Brokey, blíður í máli, en breka-
menni. Gættu þín vel í Brokey. Trúað gæti ég, að stundum
næddi þar brok um þig.