Árbók skálda - 01.12.1955, Side 94
92
— Hvað áttu við? spyr hún hlæjandi, ég skil þig ekki. En
hvað þú ert spaugilegur.
— Spaugilegur? segir karl, þetta er leikur, orðaleikur. Ég
hef gaman af að fást við orð, glíma við orð, segja orð.
— Þú ert svo spaugilegur, segir hún aftur og hlær.
— Spaugilegur? Menn hafa kallað mig illmenni og þjóf,
ref og kvennamann. Þú segir ég sé spaugilegur. Spaugileg
dóttir.
Hún hlær hátt. En karl verður alvarlegur á svip.
— Gættu þín í Brokey, segir hann, sonurinn er lómslegur,
en leggðu aldrei trúnað á orðin hans. Hann lætur enga konu
í friði.
— Ég vil ekki fá að vera í friði, segir hún glettnislega.
— Þú ert bam, en ekki kona.
— 1 haust verð ég kona.
— Óskaðu þess ekki. Leggðu ekki á þig ok af fúsum vilja.
Rýjan. Hefur aldrei séð hann, vænti ég?
— Hann hvern?
— Soninn í Brokey?
— Nei.
Hún reynir að gera sig alvarlega á svipinn, segir svo:
— Það er eitt, sem ég ber kvíðboga fyrir. Skyldu vera blaut-
ar engjar í Brokey?
— Já, það em blautar engjar í Brokey.
■ — Það er verst, segir hún, ég kvíði svo fyrir blautum engj-
um. Erum við nú komin á Skarðsheiðarveg?
— Bráðum, bráðum, segir karl, ekki vænti ég dótturmyndin
sé farin að lýjast?
— Nei, hrópar hún og stekkur út af götunni. —- Sjáðu Máríu-
ötluna. Nú ætla ég að spyrja hana:
,,Heil og sæl, María litla mín.
Hvar er hún Svala, systir þín?
Er hún í útlöndum að spinna lín?
Það mun hún vera, hún Svala, systir þín.