Árbók skálda - 01.12.1955, Side 95
93
Ég skal gefa þér berin blá,
ef þú vísar mér á,
hvar ég vera á,
í vor og í sumar,
í vetur og í haust."
— Flýgur ekki upp, segir karlinn.
— Þá hendi ég til hennar íleppnum mínum, segir hún og
sezt á þúfu.
SÍÐARI ÞÁTTUR
Það er heldur kaldranalegt veður, þegar hún heldur heim
um haustið. Lengi gengur hún ein og þögul. Hún er búin að
setjast niður og borða af nestinu sínu, hún hefur ekkert verið
að flýta sér, því það var í dag, sem karlinn faðir hennar ætl-
aði að koma á móti henni.
En loksins á móts við Snók kemur hann haltrandi utan í
Skriðu. — Sæll, faðir minn, segir hún, ég er fegin, að þú
kemur. Mér var farið að leiðast að rölta þetta ein á milli
fjallanna.
— Sæl, dótturkind, anzar karlinn, ekki þó uggur í unga,
vænti ég?
— Nei, segir hún, við hvað ætti ég að vera hrædd?
— Gættu þín að detta ekki, segir karlinn. Þetta er versta
þýfi. Og snarbratt að auki.
— Nú kann ég fótum mínum forráð, anzar hún.
Þau ganga þögul lítinn spöl. Þá hefur karlinn máls á ný:
— Höndin þín ekki eins lómjúk og í sumar, sé ég. Erfið
vinna, vænti ég?
— Já, segir hún, vinnan var erfið.
— Það eru blautar engar í Brokey.
— Já, segir hún og andvarpar. Það eru blautar engjar í
Brokey.
— Sagði föðurmyndin þér satt, þegar hann varaði þig við
Brokeyjarsyni?