Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 96
94
— Já, segir hún, þú sagðir satt.
Hann nemur staðar og lítur á hana. — Þú hefur breytzt,
blíðdóttir, ert öðruvísi en í sumar. Ekki neitt komið fyrir, vænti
ég? Ekki neitt, ha?
— Nei, segir hún, yppir öxlum og heldur áfram, bara það,
að ég er ekki barn lengur. Nú þekki ég piig, nú þekki ég
hann ... og samt skil ég ekki...
— Skilur ekki? segir hann eftir andartak, það þarf mikið
til að skilja. Ég var aldrei hvítvoðungur, enginn blessaður
engill, samt varla vondur, hvað? Hver skilur það? Þú hefur
enga ástæðu til að vera hnuggin, enga ástæðu, dóttir sæl.
Svona er fólkið og lífið.
— Jæja, segir hún, en ég er þreytt.
— Þú ferð ekki að Brokey framar, ekki næsta sumar? Þú
sækir enga gæfu þangað, ha?
— Nei, segir hún, ég sæki enga gæfu þangað. Ég verð
heima hjá mömmu í vetur.
-—■ Þú ættir að koma til mín næsta vor, svona upp úr þorr-
anum, koma til karlfuglsins og hjálpa kerlingaruglunni hans.
Við erum svo gömul. Ég skal stinga að þér nokkrum aurum,
kindin mín.
— Ég verð heima hjá mömmu í vetur, segir hún.
— Næsta vor, svona upp úr þorranum?
— Ég verð heima hjá mömmu í vetur, endurtekur hún. Ég
er lasin og verð heima hjá mömmu í vetur.
Hann starir á hana. Loksins lítur hún upp og segir:
— Næsta vor? Ég á barn í vændum næsta vor.
— Það er sama, muldrar karlinn í fáti og rýnir fyrir fætur
sér, það er sama. Þú hefur enga ærna ástæðu.
Þau ganga þegjandi og veðrir spillist og kuldaský þokast
upp yfir fjallið og það er gangan ein, sem ver þau hrolli. Og
seint og síðar meir koma þau að Bjólu og nema staðar við
túngarðinn og kveðjast.
— Það er ekki víst, hvað maður sér þig oft, segir hún, ég
t