Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 100
98
legct hérumbil yíirnáttúrlega blæ, eins og ætíð hjá miklum
tónskáldum. Til hvers annars en skemmta mér? Því að hann
veit, cð ég er músíkalskur.
En hvort sný ég baki að litla drengnum?
Músík litla drengsins er öðruvísi en fuglsins. Hann opnar
munninn og rekur upp öskur, sem þætti skerandi, jafnvel í
grófustu djasshljómsveit einhverrar næturkrárinnar í stórborg.
Sem sé: Barnið hefur kúkað á sig. Þá opna ég dyrnar og
kalla til húsmóður minnar:
Hann er búinn að gera í buxurnar.
En meðan verið er að bæta úr þessu, læt ég sem ég þurfi
að fara út, tek í húninn á götuhurðinni og smeygi mér út.
En það er, því miður, ekki lengi verið að skipta um buxur
á einu barni, og innan fárra mínútna stend ég við gluggann,
þann sem snýr í vestur, því að spóinn opnar og lokar nefi
sínu á steininum á hólnum, þótt degi sé farið að halla.
En það líða fleiri dagar en einn dagur, og það eru fleiri
spóar á vakki í mýrinni en þessi spói, og það eru fleiri fugl-
ar en spóar, ýmislega litir fuglar, bæði litlir og stórir. Máríu-
erla á sér hreiður einhversstaðar nálægt. Reyndar hef ég
ekki tíma til að leita að hreiðrum. En hér er barn inni í hús-
inu. Og ég hef sagt, hvemig ég gæti barnsins. En ég hef ekki
sagt, hvernig ég svæfi barnið.
Hægt, mjúklega, líkt og orgelhljómar út úr kirkju, líður
kvöldið til mín. Ofurlítið rökkur yfir grænni jörðinni, en sakn-
andi og undarlegur hljóðleiki í kvaki fuglanna, sem eru á
ferli í kyrrðinni.
Þá er það, að ég svæfi barnið.
Utan úr heimi vorsins, heimi dýrðarinnar, þar sem fugl-
arnir lifa, berst söngur þeirra til mín, inn um opinn gluggann,
þann sem snýr í suður, því að vindurinn blæs af norðri, eða
það er ekki víst að neinn vindur blási og því betur berst söng-
urinn inn til mín, þar sem ég sit. Og nú sit ég ekki einn. Ég sit
með bam í fanginu, lítinn fallegan dreng, sem ég er að svæfa.
Hvers vegna ætti ég ekki að syngja, þótt ég sé bara tíu