Árbók skálda - 01.12.1955, Side 107
i
. 105
Það er bara til einn koss, og hann ertu búin að fá, sagði
hann. Þeir kossar, sem síðar koma eru bara eftirhermur.
Þú hefur breytzt frá því í sumar, sagði hún döpur. Hvað
hefur komið fyrir?
Ekkert.
Hann minntist þeirra daga í sumar, er hún var honum
framandi, heilög og heillandi og þau lágu á björtu sumar-
kvöldi á bakka árinnar og hann greindi ekki ilm stúlkunnar
frá angan grængresisins, en fann árniðinn renna saman við
þytinn í blóðinu. Hver dagur var unaður og óvissa. Ósnortið
blóm fagnar tilveru sinni, en þungbúin skýin bjuggu yfir
djúpum grun. ... Hann reis upp í rúminu, teygði sig eftir
sígarettu og kveikti sér í henni. Hann saug reykinn djúpt
niður í lungun og blés honum síðan inní geislann, sem féll
inn um gluggann frá götuljósinu.
Skipið fer í fyrramálið, sagði hann. Ég er ekki búinn að
ganga frá farangrinum.
Þvf þarftu að fara til útlanda? spurði hún. Ég vildi ég gæti
farið með þér. Þú kemur aftur. Þú lofar því. Þú lofar.
Hann beygði sig niður að henni og kyssti hana en þagði.
Því geturðu ekki verið eins og í sumar? spurði hún. Þá
sagðir þú ekkert alla nóttina, en við horfðumst í augu í myrkr-
inu og þá var þögn þín víma. Ég fann þig allan hjá mér. Nú
reykirðu sígarettur og þögn þín er hugsun og þú horfir út í
bláinn.
Þá var sumar og bjarminn yfir austurfjöllunum dó aldrei
út, sagði hann og brosti. Dalalæða í kvosinni. Dögg á mýr-
inni. Og þá varst þú.
Þegar menn eru hættir að finna til, fara þeir að tala eins
og skáld, sagði hún.
Hann starði í sígarettuglóðina. Röddin hol:
Afellstu mig ekki. Suma hendir það ólán að eiga aðeins
eitt augnablik, eina stund, eina nótt. Ævi þeirra síðan er
söknuður og þrá.
Hún grúfði höfuðið ofan í koddann: