Árbók skálda - 01.12.1955, Page 108

Árbók skálda - 01.12.1955, Page 108
106 . 1 mínu lífi er aðeins eitt: þú. Allt mitt líf hef ég beðið, og þegar ég sá þig fyrst, vissi ég, að það varst þú. Mér fannst undarlegt, að til skyldi vera annað fólk en þú og ég. Hann horfði fram hjá henni og virti fyrir sér veggteppið og hugsaði um skipið, er mundi bera hann til útlanda á morgun og velti því fyrir sér, hvað gæfi riddaranum dirfð til þess að ráðast á drekann. Því þarftu að fara? Vertu kyrr hjá mér, ekkert skal þig skorta. Ég skal vaka yfir þér sofandi, hjúkra þér sjúkum. Því þarftu að fara? Hann lagðist niður, blés frá sér stórum reykjarmekki, teygði handlegginn upp eftir veggnum og hamraði með fingrunum á kaldan steininn. Ég þarf að sigra heiminn. Láttu ekki eins og kjáni. Þetta er þó síðasta nóttin okkar í langan tíma. Hann hætti að hamra með fingrunum og horfði á vanga- svip hennar, ljós hárlokkur lá yfir augað. Hún talaði hægt og slitrótt; sársauki í röddinni og þrjózka. Aðeins eitt veit ég um í þessum heimi. Aðeins eitt hef ég þráð, aðeins eitt hef ég að missa í þessum heimi: þig. Hann ræskti sig og honum fannst hjákátlegt, hvað rómur hans var alvarlegur, þegar hann svaraði: Ég er farfugl. Ég kem og fer. Þú grætur, ef ég fer. Þó muntu gráta enn meira, ef ég verð kyrr hjá þér alltaf. Þó þú hafir mig hjá þér, þó þú strjúkir höndum um hár mitt, er hugur minn fjarri; þó þú kyssir á augu mín, horfi ég í gegnum þig á álfuna handan við hafið. Ég er fæddur með heiminn í hausnum. Vitskertan hamslausan heim, sem lætur engan í friði, nema þann, sem gengur honum á vald. Skipið blés í íjarska. Drykkjurúturinn öskraði enn úti á götu. Nístandi vein, sem rauf næturkyrrðina eins og. hnífi væri brugðið á silkislæðu. Hann var kominn upp að húsdyrunum og lamdi húsið utan. Barsmíðin buldi á hurðinni. 1 fyrstu ótt og títt, ofsafengið, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.