Árbók skálda - 01.12.1955, Side 111

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 111
109 alltaf sá eini, því fjöregg manns verður ekki gefið nema einu sinni. Þeir sem síðar kynnu að verða á vegi mínum yrðu að- eins dægrastytting, gaman, nauðsyn. Þú verður alltaf sá eini. Dagar mínir allir fá birtu af þeirri einu nótt, er ég fann þig. •Veiztu, að ég er vanfær? Regnið buldi á þakinu, helltist úr loftinu af auknum ofsa, eins og það vildi fjötra þetta hús, fjötra alla þessa borg við jörðina. Hann horfði lengi út um gluggann án þess að svara, starði út yfir hina votu, gráu borg. Sofandi fólk, sem vaknaði á morgnana, gekk til verka á daginn, sofnaði hvert hjá öðru á kvöldin; fæddist; lifði af því það var til; dó. Hvað batt þetta fólk við vota gráa borg? Ertu viss í þinni sök? spurði hann þurrum rómi. Ég er viss, svarði hún og það var geigur í rómnum, geigur blandinn eftirvæntingu og kynlegri gleði. Nú horfði hún ekki lengur á hann, heldur starði út í fjarskann. Ég er ekki lengur ein hinna mörgu, ekki lengur aðeins nafn í minningabók, ekki lengur einvörðungu gleymt bros né grafið gaman. Ég er lif- andi, lifandi, ég lifi þó þú farir og hugsir aldrei til mín. Hann stóð kyrr í sömu sporum, en beygði sig niður og marði hálf- reykta sígarettuna sundur í öskubakkanum, þrýsti með ber- um vísifingri á glóðina unz hún sloknaði út. Lofaðu mér því að koma aldrei aftur, hélt hún áfram, ró- legri, alvarlegri röddu, ég gæti aldrei beðið þín í húsi, ég yrði farin, horfin eins og allt fólk fer. Þú mundir knýja árangurs- laust dyra um nótt og biðja þess, að þér yrði hleypt heim. Ég get ekki beðið eftir því, sem aldrei verður. Og þú getur ekki snúið þangað, sem enginn er fyrir. Hann neri saman fingrunum svo að þeir urðu svartir af öskunni. Hann var ofurlítið skjálfradda: Vertu ánægð nú. Þú getur bent á mig og kallað mig svikara, þegar ég fer nú. Þú hefur sigrað. Þú veizt, að héðan af kemst ég hvergi án þess að hugsunin um ykkur elti mig, standi eins og veggur milli mín og ...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.