Árbók skálda - 01.12.1955, Side 116
KRISTJÁN BENDER
Um morguninn, þegar hann kom í vinnuna, sat veiðibjallan
úti í horni og hamraði á ritvélina sína. Strax fyrsta daginn
hafði hann gefið henni þetta nafn. Af hverju? — Það vissi
hann ekki. Kannski vegna hvítu nælonblússunnar og svarta,
brydda jakkans? Kannski vegna þess, að augu hennar voru
snör og gljáandi eins og í fugli?
Ef til vill hefur þetta verið hugboð, snöggt, framsýnt leiftur,
sem eitt andartak lýsti upp svið vitundarinnar, þegar þessir
tveir rafmögnuðu pólar nálguðust. Stundum er skynjunin eins
og hylling, sem lyftir ókomnum atburðum upp í sjóndeildar-
hring hugans, og þá gerist þetta óskiljanlega, sem almennt
er nefnt hugboð eða forspá.
Auðvitað hugsaði hann ekki þannig, því að hann var að-
eins á fimmtánda ári, þegar hann byrjaði þarna í heildsöl-
unni; það var réttri viku eftir að hann fermdist.
— Góðan daginn, sagði hann og hneigði sig klaufalega að
horni veiðibjöllunnar. Hún tók ekki undir, jók aðeins fingra-
fimina svo small í þykkum póstkröfupappímum líkt og vél-
byssuskothríð.
Þrátt fyrir þetta undarlega kerskna nafn, bar hann óblandna
virðingu fyrir henni, dáði kunnáttu hennar og leikni, bar
djúpa lotningu fyrir framkomu hennar, sem honum fannst
standa öllu ofar að lipurð, mýkt og glæsileik.
Já, það flaug jafnvel að honum stundum, að sjálfur væri