Árbók skálda - 01.12.1955, Page 118
116
olíur, rétt eins og þeir væru óhreint, íónýtt skítti, sem aðeins
var hægt að nota til auðmjúkrar þjónustu?
Jæja, þama glopraði hann húsnúmerinu á Hverfisgötu 80
niður fyrir 68.
— Tómas, — hann hrökk við, því að hún sagði það svo
snöggt, — viljið þér skreppa út í búð og kaupa einn kók?
— Já, takk, sagði hann og fór eilítið hjá sér, því brosið á
íbjúgum vörum hennar var svo leyndardómsfullt og heillandi.
Og á meðan hann tók við peningunum, horfði hann á gull-
skreytta hönd hennar djúpri, heitri aðdáun.
Á leiðinni með kókinn var hugur hans upplyftur, svo ein-
kennilega heiðskír og frjáls, langt, langt frá hinum hversdags-
lega veruleika.
— Gjörið þér svo vel, sagði hann og setti flöskuna á skrif-
borðið fyrir framan hana, rétti út flatan lófann með tveimur
tuttuguogfimmeyringum og næstum hvíslaði:
— Þetta er afgangurinn.
Hún leit upp sægrænum augum, og virtist stara í undrun
á þessar tvær ómerkilegu plötur í framréttum lóa hans.
— Æi, þér megið eiga þá, sagði hún þreytulega og hljóm-
laust, rétt eins og það væri henni sár áreynsla, að þurfa að
eyða orði um svona takmarkalaust fánýti.
— Takk fyrir, sagði hann, og með einkennilega djúpri
blygðunartilfinningu flýtti hann sér að stinga aurunum í vas-
ann.
1 þessari andrá opnuðust dyrnar og forstjórinn gekk inn.
Hann fór úr skóhlífunum og hengdi upp frakkann, brosti góð-
látlega og heilsaði. Skyndilega þagnaði skrölt ritvélarinnar,
en í staðinn heyrðist mjúkt og hlýtt:
— Góðan daginn.
Honum fannst rödd hennar lík snertingu, lík mjúkri stroku
á vanga. Undarlegt ef þessi rödd var borin saman við hljóma
raddarinnar áðan, þetta yfir sig þreytta tómlæti gagnvart
tveimur tuttuguogfimmeyringum.