Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 121
Ó L
A F U R
J Ó N S S O N
Misgánmgur
1.
Júlíus vai í kröggum.
Honum dimmdi íyrir augum, er hann gekk inn í kaffihúsið
utan úr skærri sólbirtu morgunsins. Þar var ennþá dnmga-
legra nú en endranær, vegglamparnir báru daufa birtu um
salinn, óhirtan og daunillan af stöðnum tóbaksreyk. Júlíus
settist út í hom, drakk kaffi og reyndi að hugsa ráð sitt.
Hver var orðinn árangur þessa vetrar, spurði hann sjálfan
sig. Fáein marklaus kvæði á gulnandi pappír, sundurlaust
draumarugl og ekkert, ekkert meir. Veturinn hafði liðið í
endalausum sljóleika eins og löng ruglingsleg kvikmynd, sem
maður horfir á með öðm auga og gefur engan gaum. Og nú
var hann liðinn án þess að hafa skilið neitt eftir. Júlíus minnt-
ist einskis, er gerzt hafði, hvorki í gleði né sorg.
Á borðinu fyrir honum lá þvælt, samanbrotið dagblað.
Hann greip til þess, tók að athuga auglýsingar.
Nú var veturinn liðinn og komið vor. Og nú varð að láta til
skarar skríða, hann varð að hefja annað líf, vinna, eignast
peninga. Peningar em undirstaða alls, lykillinn að sál heims-
ins.
Kaffihúsið var þvínær tómt. Júlíus sat einn og afsíðis, reykti
og las auglýsingar, meðan morgunninn þumlungaðist hjá,
endalaus, gullinn og sólbjartur.
— Fyrirtækið vill ráða nokkra duglega unga menn í þjón-