Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 122
120
ustu sína til skrifstofustarfa. Nónari upplýsingar veitir skrif-
stofustjórinn.
Hann gekk aftur út í sólskinið.
1 miðbænum var allt á fleygiferð, blaðastrákar falbuðu vöru
sína skerandi röddu, bifreiðar runnu hljóðlaust hjá eftir gljá-
andi malbikinu, umferðarljósin depluðu á víxl grænu auga
og rauðu. Júlíus var skyndilega viss um, að nú myndi allt
fara að lagast. Þegar hann ætti peninga og hefði örugga kjöl-
festu í lífinu, myndi allt breytast. Hann var hamingjusamur
og glaður í skapi. Sólin skein, gatan var heit og sólbökuð
undir fótum hans, allir virðust glaðir og reifir.
Og hann gekk hratt eftir strætinu, flýtti sér eins og aðrir.
2.
Fyrirtækið var til húsa í fornfálegum kumbalda niðri við
sjó. Júlíusi hefði aldrei komið til hugar, að umfangsmikil við-
skipti væru rekin í slíkum húsakynnum. Lengi gekk hann
umhverfis húsið, á vesturgafli þess fann hann loks dyr. Það
var gengið upp brattan stiga, þrepin voru dúklaus og slitin
og veggir naktir, og allt var mjög rykugt og óhrjálegt. Loftið
var þungt og mettað ryki, og það var mjög heitt. Strjál raf-
magnsljós báru daufa birtu um húsið. Júlíus kom aðeins auga
á einar dyr, hann barði hikandi og beið lengi eftir svari.
Hann fékk ofbirtu í augun, þegar hann kom inn á skrif-
stofuna. Sólin skein inn um opinn glugga, og úti fyrir blikaði
á hafið blátt og spegilslétt. Þetta var stór salur, og fjöldi fólks
var þar við vinnu sína. Sumir sátu álútir yfir skriftum, aðrir
gengu um gólf alvörugefnir á svip með þýðingarmikil skjöl
í höndunum. Allir voru mikið að flýta sér og hlupu fjasandi
hver í kringum annan og veifuðu blöðunum.
Lengi vel gaf enginn Júlíusi gaum, og loks ávarpaði hann
stúlku, er gekk hjá:
— Hvar get ég hitt skrifstofustjórann?
Þetta var mjóslegin, ellileg kvensnipt, þunnhærð og rytju-