Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 123
121
leg. Hún virti Júlíus lengi fyrir sér, kalt og rannsakandi. Loks
vísaði hún honum þó til vegar:
— Hann bíður eftir yður. Gerið þér svo vel.
Júlíusi þótti næsta kynlegt, að skrifstofustjórinn skyldi bú-
ast við komu sinni, en gafst ekki tóm til að láta undrun sína
í ljós, því að þessi valdsmaður kom á móti honum fram að
dyrum og heilsaði með blíðu. Hann var lágur vexti og með
fyrirferðarmikla ístru, en höfuð hans var stórt og beinabert,
hann var skarpleitur og langleitur með há kollvik.
Honum þætti sérlega vænt um að hitta unga menn, sagði
hann. Einkum myndarlega og gáfaða unga menn. Hvað væri
hægt að gera fyrir hann, Júlíus? Mætti ekki bjóða honum
sæti?
Skrifstofan var stór og vel búin húsgögnum, skrifstofustjór-
inn sat bak við fyrirferðarmikið skrifborð og talaði í síbylju.
Myndir hengu á veggjum, og Júlíus þóttist þekkja þar verk
nokkurra yngstu málara lcmdsins. Sólin skein inn á milli
þykkra, rauðra gluggatjalda, og þungt loft var í herberginu
og mikill hiti. Júlíusi var ómótt í meira lagi.
— Það var út af auglýsingu, sagði Júlíus. Mig langaði, að
grennslast eftir, hvort ég gæti fengið atvinnu hjá fyrirtækinu.
Mér er sagt, að þið rekið mikil viðskipti.
Skrifstofustjórinn leit snöggt upp, gleraugun hans glömpuðu
í sólskininu. Júlíusi virtist daufu brosi bregða fyrir á vörum
hans.
3.
— Satt er það, sagði hann. Við rekum feiknamikla starf-
semi. Þú hefur sennilega séð eitthvað af skrifstofunum, þær
taka yfir alla þessa hæð. Niðri er svo vörugeymsla. Hér vinn-
ur mikið af ungu fólki, dugnaðarfólki. Og við verðum líka að
hafa duglegt fólk, hér dugir ekkert hangs. Hugsum okkur
bara, að einn maður bregðist, hans verkefni liggur óleyst, og
öll starfsemin getur stöðvazt. Eitt hjól brotnar; öll vélin er
óstarfhæf. Enginn getur séð fyrir afleiðingarnar af slíku.