Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 124
122
— Ég ætlaði, byrjaði Júlíus. En skrifstoíustjórinn hleypti
honum ekki að. Hann hélt ófram af hálfu meiri áhuga en
áður:
— Eða það, sem kom fyrir skömmu áður en nýi forstjórinn
tók við. Þá kom heljarstórt flutningaskip hér í höfnina. Skip-
stjórinn kom til okkar og vildi afhenda skipið, við höfðum
keypt það. Þá kannaðist enginn við þessi kaup. Satt að segja
höfðum við ekkert við skipið að gera. Samt var gerð æðis-
gengin leit hér í skrifstofunum, og að lokum fundum við um-
slag með öllum skjölum varðandi þetta mál í herberginu,
þar sem við geymum aflóga skrifstofutæki. Auðvitað var
maðurinn, sem annaðist þessi kaup, löngu búinn að gleyma
þeim, hann hafi í öðru að snúast. En skjölin höfðu einhvern
veginn glatazt, og þess vegna munaði minnstu, að við misst-
um þetta skip, sem við höfðum varið margra ára starfi til að
eignast.
— Já, sagði Júlíus. Auðvitað þarf nákvæmni.
— Nákvæmni. Skrifstofustjórinn hrópaði upp yfir sig af
æsingu. Það þarf meira en nákvæmni. Ein lítil ritvilla getur
bakað okkur þúsundatap.
Júlíus reyndi að kæfa geispa. Hann hafði ekki hinn minnsta
áhuga á þessum frásögnum skrifstofustjórans.
— Það er einmitt það, sagði hann kurteislega. En hvað
haldið þér um atvinnuna?
Skugga brá á hinn elskulega svip skrifstofustjórans.
—■ Því er nú ver, vinur minn, sagði hann. Ég get engu lof-
að um það. Forstjórinn ræður öllu um mannaráðningar, og nú
er hann utanlands, því miður. Hann er slæmur til heilsu og
dvelur alltaf langdvölum erlendis. Og sjálfur er ég líka á för-
um til útlanda í viðskiptaerindum. Því er nú ver og miður.
— En þið auglýsið, sagði Júlíus í mótmælaskyni. Þið aug-
lýsið eftir nýjum mönnum. I þessu blaði er auglýsing frá
ykkur.
Skrifstofustjórinn athugaði blaðið gaumgæfilega án þess að