Árbók skálda - 01.12.1955, Page 125
123
breyta svip hið minnsta. Hann bauð Júlíusi sígarettu, reykti
sjálfur.
— Það er alveg rétt, vinur minn, sagði hann. Við auglýst-
um eftir nýjum mönnum. Og við bættum nýjum mönnum við.
En þetta blað er meira en ársgamalt.
Júlíus sat eins og lamaður.
— Þetta hljóta að vera einhver mistök, hvíslaði hann. Eg
var svo viss. ... Skyndilega fann hann, að hann var orðinn
dauðþreyttur. Djúpum leiða þyrmdi yfir hann, honum fannst
hann hafa verið svikinn. Skrifstofustjórinn talaði og talaði,
hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og blés reyk beint upp
í loftið. Orðin streymdu af vörum hans með reglubundnum
hraða eins og hann þyrfti ekki að hugsa mál sitt heldur að-
eins segja sem allra flest á sem stytztum tíma. Júlíus fann
til ógeðs á þessum manni, á skrifstofunni, en fyrst og fremst
á sjálfum sér. Hann var alveg að sofna þar sem hann sat.
— Því miður, sagði skrifstofustjórinn, býst ég ekki við, að
fyrirtækið geti veitt yður vinnu fyrst um sinn, hér er setinn
bekkurinn. En mér lízt vel á yður, ungi maður, og þér munuð
áreiðanlega heyra frá okkur seinna. Seinna. ...
Sólin skein inn um gluggann, gullið arið dansaði í geislan-
um. Júlíus dottaði, höfuð hans féll fram á bringuna. Sennilega
var komið fram yfir miðjan dag.
Skrifstofustjórinn var þagnaður. Hann reis hljóðlega á fætur
og dró fyrir gluggann. Þegar hann hóf máls á ný, var rödd
hans blíð og innileg:
— Ertu orðinn syfjaður, vinur minn? Þú ættir að leggja þig
í nokkrar mínútur. Þetta líður fljótlega frá.
Júlíus fann, að hann var studdur yfir að legubekknum. Það
var gott að láta fallast niður í mjúkan bekkinn og gleyma
öllu, hvílast. Allt var kynlegt og fjarstæðukennt í þessari rauðu
birtu. Skrifstofustjórinn, sem stóð álútur yfir bekknum, virtist
ýmist hár og grannur eða lítill og þrekinn, myndimar iðuðu
á veggjunum, skrifborðið hvessti grænar glymumar yfir að