Árbók skálda - 01.12.1955, Page 126
124
bekknum, sólin steig dans bak við gluggatjöldin. Júlíus var
sofnaður óður en hann vissi af, svaf.
4.
Og dreymdi svofelldan draum:
Hann var kominn inn á stóru skrifstofuna, sem hann sá
fyrr um daginn. Hann stóð á öðrum fæti uppi á stóru skrif-
borði, hann var allsnakinn. Og skrifstofustúlkurnar og ungu,
snöggklæddu mennimir dönsuðu fjörlega í kringum hann og
sungu:
For he is a jolly good íellow
For he is a jolly good fellow
For he is a jolly good fellow
Which nobody can deny.
Skrifstofustjórinn stóð afsíðis, í gráum augum hans var
kaldur glampi. En hann bar sig glaðlega og sló taktinn með
báðum höndum, og öll hersingin söng:
Unless he tells a lie
Unless he tells a lie
For he is a jolly good fellow
Which nobody can deny.
Og þetta aftur og aftur og aftur og aftur.
Júlíus vaknaði ekki fyrr en komið var langt fram á kvöld.
Það var ennþá heitara í skrifstofunni nú en fyrr um daginn,
og hann var lengi að átta sig á því, hvar hann var niður
kominn. Skrifstofustjórinn sat í hægindastól og reykti, hann
var spotzkur á svip.
Júlíus stóð upp. Hann vissi ekki, hvað hann gat sagt sér
til afbötunar.
— Jæja vinur, sagði skrifstofustjórinn. Heldurðu ekki það
væri ráð, að fara að koma sér heim? Hann brosti góðlátlega.
Hann lagði báðar hendur á axlir Júlíusi og studdi hann