Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 129
S T E F Á N
J
Ú L 1 U S S O N
0?wtaðui'
kaÖalspotti
Kotið klúkir í túnbleðlinum, eins og kettlingur kúri sig á
gæruskinni. Ég staðnæmist, er kotið blasir við sjónum, og
íyllist kvíða við hið óþekkta, læt niður pokaskjattann með
föggum mínum og sezt á stein. Á aðra hönd er blátær fjörður-
inn, og það lýsir í örlitla gárana af morgunsól í heiði, eins
og dregið sé í fjölbláan dúk. Á hina hönd er hraunið, gróið
og vinalegt, en hrikalegt við sjóinn fram, þar sem brennandi
hraunstorkan hefur endur fyrir löngu oltið út í freyðandi öld-
ur. Rétt ofan við klettótta ströndina, á uppgrónum balanum,
kúrir litli bærinn, sem verða á heimili mitt í sumar. I alda-
raðir hefur urizt upp af hörðu grjótinu, klettarnir molnað við
vatn, ís og vind, unz hægt er að rækta þarna örlítinn tún-
bleðil. Og þar, sem grasið grær, hyggur maðurinn á bólstað.
Hér sit ég í fjörunni og doka við, stuttur snáði á níunda
ári, sem aldrei hefur að heiman farið áður, og óráðin tíð
leggur geig í sál mér. Sýnin greypist í hugann. Ef til vill hef
ég aldrei gert meiri ferð á ævinni síðar en þessa hálftíma
göngu út með sjónum þennan bjarta vormorgun, frá heimili
mínu inni í bænum út á kotbýlið á balanum; sennilega aldrei
unnið stærri sigur á sjálfum mér en þegar ég sat þar á stein-
inum og ákvað að halda áfram í sumardvölina, aldrei sýnt
meiri kjark en þegar ég tók ekki annað í mál en fara einn
og óstuddur í þessa för að heiman, aldrei fundizt ég sjálfur
meira karlmenni eftir unninn sigur. — Ég stend upp, fleygi
pokaskjattanum á bakið, stíg fast í fætuma og geng af stað.