Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 131
129
minni að virðingum í huga mér. Hún segir bónda sinn ekki
heima, en hann hafi ég reyndar áður séð. — Það var hann,
sem réð mig til dvalarinnar hingað, og af útliti hans og fram-
komu óx mér sá kjarkur, er með þurfti til að taka þá ákvörð-
un að fara að heiman.
Brátt erum við komin í bæinn, hið minnsta hús, sem ég hef
séð. En inni er allt hreint, snoturt og notalegt, og ég kann
strax vel við mig. 1 vöggu kúrir barnungi og sefur, kettlingur
1 rúmi. Lappi leggst undir vögguna, dæsir, læzt sofa. Konan
fæst ekki um. 1 homi nær dymm er annað rúm. Þar segir
hún vera mitt ból. Ég sezt þar með pinkilinn, því að ég veit
ekki, hvað gera skal annað. En konan leiðir mig fram í eld-
húsið, setur mig niður á bekk og gefur mér köku með smjöri.
Mér þykir kakan hnossgæti. Samt er ég fár, en konan lætur
sér þeim mun tíðara um mig. Mér þykir vænt um, að hún
líkist álfamey úr sögu. Síðan æmtir í barnunganum, og hún
er rokin.
Skyldur mínar em ekki margbreytilegar í þessari nýju vist.
Samt finnst mér þær fljótt næsta þýðingarmiklar. Veigamestu
störfin eru sendiferðimar, bæði inn í bæinn eftir ýmsu úr búð,
og eins eftir mjólkurpottinum út að Garði á hverjum morgni.
Þetta eru mínar föstu ferðir. Margt annað fellur einnig til.
Húsbóndinn er sjaldan heima, hann er út og suður, mest í
atvinnuleit inni í bænum eða annars staðar. Konan verður
því að hugsa um allt heima við, setja niður í garðinn, raka
á túnblettinum, kljúfa í eldinn. Þá verð ég að gæta drengs-
ins eða líta eftir, hvað honum líður. Það er eins og alltaf sé
eitthvað að gera á litla býlinu á balanum, og brátt fæ ég
hinn mesta áhuga á því öllu saman.
En langábyrgðarmesta starfið á ég þó í vændum. Það verð-
ur, þegar kýrin Skrauta kemur. Þá á ég að halda henni til
haga í hrauninu ofan við túnið og gæta þess, að hún rási
ekki brott út úr leiðindum. Helzt skilst mér, að ég eigi að vera
kúnni til skemmtunar. Það eru miklar vonir bundnar við þessa
kú. Um fátt er meira talað milli hjónanna. Allt miðast við
9