Árbók skálda - 01.12.1955, Side 132
130
það, þegar kýrin Skrauta kemur. Hún er uppfylling á dýrum
draumi, eins konar tákn getu þeirra og framtaks, fyrirheit og
laun í senn.
Annars er vonin tengd þessu kotbýli á balanum, hin eilífa
von og trú. Þess'i ungu hjón höfðu kynnzt í bænum fyrir tveim
árum, tvö sveitabörn á mölinni, sem óðar felldu hugi saman,
hann sjómaður kominn langt að vestan, hún þénandi í húsi,
komin langt að austan. Hvemig þau klófestu kotið á balanum
er löng saga, sem ég kynnist smátt og smátt. Það er sagan
um sveitaböm á mölinni, sem enn hafa ekki glatað draumn-
um um gras og önn við skepnur.
Ég verð þess bráðlega vís, að hér er háð mikil barátta, ótti
við reikninga í búð, kapphlaup um handtak í bænum. Allt
þetta þekki ég vel, hef hrærzt í því eins og andrúmsloftinu
frá því ég man eftir mér. Þegar ég fæ ekki úttekt einn daginn,
vegna þess að komið er yfir þá upphæð, sem kaupmaðurinn
hafði lofað að lána, kemur það mér alls ekki á óvart. Hitt
er mér meira furðuefni, hve fljótt húsbónda mínum tekst að
kippa þessu í lag. — En þótt hér sé í rauninni háð sama bar-
áttan og heima, svífur sá andi yfir vötnum, að mér finnst
glíman ný. Þetta er engin hversdagsleg togstreita, ekki ang-
ursamt kvíðaflot, heldur á baráttan í kotinu á balanum eitt-
hvað skylt við vorið og gróandann. Og ég sogast í hringiðu
bjartra vona, verð ósjálfrátt þátttakandi í önnum húsbænda
minna, vona með þeim, þrái fyrir þau, óska eins og þau.
Brátt er ég tekinn að líta á kúna Skrautu sem takmark og
tákn.
Og nú fer að sú tíð, að Skrauta verði sótt. Fjósið er að verða
tilbúið. Húsbóndi minn er senn að Ijúka við bygginguna. En
margt tefur. Aldrei má sitja af sér vinnustund í bænum eða
annars staðar. Og í fjörunni undir einum klettinum kúrir lítil
kæna. Eldsnemma að morgni eða síðla kvölds ýtir húsbóndi
minn kænunni á flot og rær út á þarann. Þar á hann hrogn-
kelsanetstubb. Margan rauðmagann borðum við nýjan, salt-
grásleppustaflinn stækkar í byrginu við hliðið, og sigin grá-