Árbók skálda - 01.12.1955, Side 132

Árbók skálda - 01.12.1955, Side 132
130 það, þegar kýrin Skrauta kemur. Hún er uppfylling á dýrum draumi, eins konar tákn getu þeirra og framtaks, fyrirheit og laun í senn. Annars er vonin tengd þessu kotbýli á balanum, hin eilífa von og trú. Þess'i ungu hjón höfðu kynnzt í bænum fyrir tveim árum, tvö sveitabörn á mölinni, sem óðar felldu hugi saman, hann sjómaður kominn langt að vestan, hún þénandi í húsi, komin langt að austan. Hvemig þau klófestu kotið á balanum er löng saga, sem ég kynnist smátt og smátt. Það er sagan um sveitaböm á mölinni, sem enn hafa ekki glatað draumn- um um gras og önn við skepnur. Ég verð þess bráðlega vís, að hér er háð mikil barátta, ótti við reikninga í búð, kapphlaup um handtak í bænum. Allt þetta þekki ég vel, hef hrærzt í því eins og andrúmsloftinu frá því ég man eftir mér. Þegar ég fæ ekki úttekt einn daginn, vegna þess að komið er yfir þá upphæð, sem kaupmaðurinn hafði lofað að lána, kemur það mér alls ekki á óvart. Hitt er mér meira furðuefni, hve fljótt húsbónda mínum tekst að kippa þessu í lag. — En þótt hér sé í rauninni háð sama bar- áttan og heima, svífur sá andi yfir vötnum, að mér finnst glíman ný. Þetta er engin hversdagsleg togstreita, ekki ang- ursamt kvíðaflot, heldur á baráttan í kotinu á balanum eitt- hvað skylt við vorið og gróandann. Og ég sogast í hringiðu bjartra vona, verð ósjálfrátt þátttakandi í önnum húsbænda minna, vona með þeim, þrái fyrir þau, óska eins og þau. Brátt er ég tekinn að líta á kúna Skrautu sem takmark og tákn. Og nú fer að sú tíð, að Skrauta verði sótt. Fjósið er að verða tilbúið. Húsbóndi minn er senn að Ijúka við bygginguna. En margt tefur. Aldrei má sitja af sér vinnustund í bænum eða annars staðar. Og í fjörunni undir einum klettinum kúrir lítil kæna. Eldsnemma að morgni eða síðla kvölds ýtir húsbóndi minn kænunni á flot og rær út á þarann. Þar á hann hrogn- kelsanetstubb. Margan rauðmagann borðum við nýjan, salt- grásleppustaflinn stækkar í byrginu við hliðið, og sigin grá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.