Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 133
131
sleppa hangir á rá að húsabaki. Á þerridögum breiðum við
húsmóðir mín saltgrásleppuna á garðinn og tökum saman
að kvöldi. Þá vinnur húsbóndinn á reit inni í bænum.
Miklar fómir hafa verið færðar til þess að eignast kúna
Skrautu. Húsbóndi minn hefur unnið langan tíma haust og
var í Garði, svo að hún mætti verða hans eign. Þá hefur hann
ekki tekið kaup fyrir vinnu sína, aðeins mjólkuipottinn handa
drengnum. Það er látið heita svo, að mjólkurpotturinn, sem
ég sæki daglega, sé úr Skrautu. Konan syngur um það við
drenginn, er hún gefur honum pelann. Hún syngur við hann
vögguljóð um kúna Skrautu; bráðum komi hún Skrauta í
nýja fjósið sitt, í nýja, nýja fjósið, sem babbinn sé að byggja.
Fjósið tekur allar frístundir mannsins. Þetta er gamall kofi,
lítill og hrörlegur, og hann verður að breyta honum mikið og
laga hann allan, áður en Skrauta geti setzt þar að. Natnin í
sýsli hans við fjósið er borin uppi af þeim hugsunum, sem
tengdar eru við Skrautu. Margt þarf að setja hér nýtt, klæða,
stoppa. Margri spýtunni heldur hann á innan úr bænum,
þegar hann kemur frá vinnu, eða þegar hann hefur enga
vinnu fengið. Marhálm í stopp ber hann á bakinu hálftíma
gang utan af nesinu. 1 hinu nýja fjósi eru tveir básar, því
með haustinu mun Skrauta eignast kálf, og verði það kvíga,
skal hún lifa. Fjósið verður að hæfa slíkum grip, sem Skrauta
er. Og mér er ekki grunlaust um, að margt sé af skomara
skammti í bænum vegna þess efniviðar, sem draga verður
að fjósinu. En um slíkt er ekki fengizt. Skrauta heyrir fram-
tíðinni til; hún er í rauninni framtíðin og vonin sameinaðar
í eit.t
1 öllu þessu er ég fyrr en varir orðinn áhugasamur þátttak-
andi. Mér finnst það brennandi nauðsyn, að Skrauta komi
sem fyrst, lífsspursmál, að fjósið verði tilbúið hið bráðasta.
1 hvert sinn, er ég sæki mjólkina, virði ég Skrautu gaumgæfi-
lega fyrir mér. Ég kem jafnan að Garði í þann mund, sem
kýmar eru reknar á beit eftir morgunmjaltir. — Fljótlega
spurðist ég fyrir um, hver Skrauta væri. Kýmar eru fimmtán