Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 135
133
„Gat búizt við því," anzar bóndi.
Nokkurt hik kemur á unga manninn, áður en hann taki til
máls á ný. Þá er eins og hann herði sig upp, er hann segir:
„Ég verð víst að biðja þig að líða mig um þessar fimmtíu
krónur, þar til fram xmdir haustið."
Það rymur í bónda. Hann losar vinstri höndina, strýkur
með þumalnögl frá kjálkabarði fram loðna hökima upp að
hálfopnum munni, grettir sig, einblínir í fjarskann.
„Svo var um samið, að lokagreiðslan færi fram við afhend-
ingu kýrinnar," segir hann fast.
„Já, það var svo um talað. Ég er líka aðeins að biðja um
litla umlíðun. Flutningurinn í vor varð mér útdráttarsamur, og
standsetningin á fjósinu hefur tekið sitt. Peningar liggja ekki
á lausu núna, eins og þú veizt."
„Héðan fer engin kýr, nema staðið sé við samninga."
Ég sé, hvernig roðinn hleypur í andlit unga mannsins. Þetta
er stæltur maður, hár og grannur, ljós yfirlitum og bjartur.
Það er eins og hann hafi enn ekki áttað sig á orðnum hlut,
geti ekki skilið, að hann hafi farið erindisleysu.
„Þú átt við, að ég fái ekki kúna, nema ég borgi þessar
fimmtíu krónur?"
„Það er rétt skilið. Hér munu samningar einir gilda. Bezta
snemmbæran verður ekki leidd á braut héðan, nema um-
samdir peningar komi á móti."
Ungi maðurinn færir sig feti nær. Ég sé hendur hans krepp-
ast og hefjast, er hann segir herptum rómi:
„Samningar. Ég veit ekki betur en ég hafi átt inni hjá þér
vinunlaun í marga mánuði til þess að geta eignazt kúna. Ekki
fékkst þú mikið um það. Allan þann tíma hefur þú nytjað
kúna að mestu sem þína eign, þótt ég hafi í rauninni greitt
hana fyrir löngu. Og þú munt ekki síður vera fær um að
eiga hjá mér þessar fimmtíu krónur um nokkurra vikna skeið
en ég að lána þér vinnulaunin mín svo mánuðum skipti."
Bóndi gáir enn til veðurs og strýkur með þumalnöglinni um
vangann. Ósjálfrátt verður mér á að fylgja augnaráði hans,