Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 136
134
hann hlýtur að sjá eitthvað sérstakt í fjarskanum. En augu
mín staðnæmast við litla býlið á balanum við sjóinn fram,
sem líkist kettlingi, er kúri sig á gæruskinni.
„Fleiri orð eru hér óþörf," heyri ég bónda segja. „Samn-
ingar eru samningar."
Reiðin nær nú fyrir alvöru tökum á húsbónda mínum. Háls-
æðarnar þrútna, augun eru tinnuhvöss, og hendur hans hefj-
ast enn meir. Hann gengur feti nær bónda, lyftir hendinni
með kaðalhönkinni, stígur fram á fótinn. Ég bíð milli vonar
og ótta. En þegar sízt varir, snýst ungi maðurinn á hæli og
skundar brott með snöggum rykkingslegum hreyfingum. Ég
rölti þá af stað á eftir, en verð um leið var við tóman mjólk-
urbrúsann í hendi mér. Ég stanza og hálfhrópa í angist:
„Mjólkin."
Ungi maðurinn lítur um hæl og dokar við. Bóndi stendur
í sömu sporum á hlaðinu. Á milli þeirra stend ég eins og
glópur og lít sitt upp á hvorn. Unz bóndi segir:
„Mjólkurdropinn er að sjálfsögðu til reiðu."
Ég sé, að húsbóndi minn er viðbúinn að svara honum full-
um hálsi. Hann reisist allur, hækkar og stælist, hvessir á hann
augun, hnefarnir kreppast. En hann hikar, augun hvarfla,
svipurinn verður reikull, hann slappar af, segir við mig lág-
um, torkennilegum rómi:
„Fáðu í brúsann, væni minn."
Síðan leggur hann aftur af stað, og nýr kaðalendinn hefur
raknað úr hönkinni og danglast umhirðulaust í jörðina, er
hann gengur.