Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 141
HÖFUNDATAL
Stuðzt við upplýsingar írá höfundunum sjálfum.
AGNAR ÞÓRÐARSON. F. 11. október 1917. Stúdent f Reykjavík 1937. Kandidat
í norrænu 1945. Framhaldsnám við Oxford og víðar 1947—'50. Nú bóka-
vörður við Landsbókasafnið. Rit: Smásögur og greinar í blöðum og tíma-
ritum; Haninn galar tvisvar, skáldsaga, 1949; Ef sverð þitt er stutt, skáld-
saga, 1953. Leikrit: Förin til Brazilíu, 1953; Spretthlaup, 1954; Andri, 1954;
Þeir koma í haust, 1955; Kjamorka og kvenhylli, 1955; Tónsnillingurinn,
1955.
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR. F. 1. apríl, 1930, Litla-Hrauni, Kolbeinsstaðhreppi
á Snæfellsnesi. Lauk prófi við Kennaraskólann. Rit: Smásögur í tfma-
ritum.
EINAR KRISTJÁNSSON FREYR. F. 18. nóvember, 1919, í Súðavík. Ólst upp í
Reykjavík. Sundkennari að atvinnu, en hefur auk þess stundað ýmis kon-
ar vinnu. Smásögur og greinar eftir hann hafa birzt í Tímariti Máls og
menningar, Rétti, Vinnunni og verkalýðnum og víðar. Hefur skrifað 12—13
leikrit.
ELÍAS MAR. Sjá Árbók '54.
GEIR KRISTJÁNSSON. F. 25. júní 1923. Stúdent frá M. A. 1943. Las í þrjú ár
slavnesk mál og bókmenntir við háskólann í Uppsölum. Dvaldi sfðan um
skeið í Englandi og Frakklandi; hefur ferðast meira og minna um öll
Norðurlönd, ítaliu og Ráðstjómarríkin austur til Kazakstan. Sfðan 1950
hefur hann verið búsettur f Reykjavík og stundað þar ýmisleg störf.
GÍSLI J. ÁSTÞÓRSSON. F. 5. apríl, 1923. B. A. frá blaðamannadeild Háskóla
Norður-Karólínu í Bandaríkjunum 1945. Blaðamaður við Morgunblaðið
næstu 5 árin. Ritstjóri Vikunnar sfðan 1953. Rit: Smásögur í blöðum og
tímaritum; Uglur og páfagaukar, smásagnasafn, 1951.