Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 11

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 11
liann varð að leggja frá sér vindilinn og cftir það lét hann sér nægja að taka þá öðru hvoru í lófann, bera |>á uppað vitum sér og finna þennan þunga, framandi ilm sem gerði hon- um órótt í geði. Ari síðar cn höfðingjarnir komu rakst hann á auglýsinguna í hlöðunum. Eitt af stærstu gistihúsum höfuðborgarinnar auglýsti cftir starfsmanni. Þessi auglýsing kom óbrcvtt í blöðunum nokkrum sinnum og bóndinn las hana í hvcrt sinn, las hana vandlcga frá orði til orðs, vclti hcnni fyrir sér á alla vegu, rannsakaði nieira að segja feitprentaðan ramrn- ann í kringum lesmálið. Hann lá stundum afturábak uppí rúmi cftir matinn og hélt blað- inu á lofti, starði á þessa auglýsingu og bærði varirnar meðan hann las. Hann geymdi hlað- ið, stakk þvf ofaní skúffu undir annað dót og tók það fram á kvöldin þcgar dagsverkinu var lokið og ró komin á. Hann hafði ekki orð á þessari auglýsingu við nokkurn mann, ekki einu sinni húsfreyjuna og hafði hann þó alltaf haft gaman af að rökræða það scm í blöðun- unt stóð. Og þó var honum ekki fyllilega Ijóst hverski.nar embætti var um að ræða. Hann braut ekki heldur heilann um það ncitt sér- staklega. Hann lá bara kyrr og rýndi á þessa auglýsingu einsog helga bók. Það var mikið spurt og spjallað í svcitinni |>egar hann tók sig upp með konu sinni og fluttist alfarinn suður. Sjálfur hafði hann gef- ið loðin svör og fáa kvatt áður en hann fór. Það fréttist lítið um hann í fyrstu. Fólk hristi höfuðið og vissi ckki hvaðan á sig stóð veðr- ið, flestir höfðu vcrið líklegri til að fara aðrir en hann. Það var skeggrætt um málið fram og aftur á alla vegu, hellt í bollana hvað eftir annað og mikið tekið í nefið nicðan reynt var að finna lausnina á gátunni, fólk gcrði sér meira að segja sitthvað til erindis bæja á milli til að heyra hvað nágranninn hafði til málanna að Ieggja. En allt kom fyrir ekki — fólk var cngu nær. Og smámsaman féll talið niður. Það höfðu flestir gleymt þessu þcgar það fréttist tæpu ári seinna að konan hans væri dáin og nú væri hann einn. Og engum fannst taka því að rifia þetta upp, gömlu konurnar héldu að pilta nir væru að grínast þegar þcir sögðu að hann væri fjósamaður á hóteli fyrir sunnan. Hann lagðist til svefns þegar liann hafði gengið frá bréfinti, þessu brúna umslagi sem hafði að gcyma allt sem hann átti eftir í líf- inu: pöntun á svolitlum bletti í dauðanum. Undir n< rðausttirhorni kirkjunnar, skammt þaðan sem mamma hans var jörðuð. Og fá- einir seðlar með. fimmkallar, tíkallar, fimmtíu- kallar, til að árétta þessa síðustu bón. Hann hafði hugboð um að ekki væri seinna vænna að senda þessa pöntun norður. Síðustu árin hafði hann verið lasinn fyrir hjartanu og fengið nokkur slæm köst uppá síðkastið. AU- ur er varinn góður. Hann svaf lítið þcssa nótt, mókti lengstaf milli svefns og vöku og heyrði dvnjandi hófa- skelli l>egar þeyst var á Ijósunt gæðingi eftir hörðum leirunum uppmeð ánni, það söng fyrir eyrunum á honum ótt og titt og faxið lagðist í fangið og þyrlaðist um andlitið svo hann átti erfitt um andardrátt. Hann fann ilminn úr töðunni á sólhcitum sumardegi og sá hvar áin bugðaðist cinsog silfurlitur strcngur cftir dalnunt miðjum og sumstaðar sandeyrar útí ánni. Næsta morgun var hann snemma á fótum og gekk frá uinslaginu brúna í innanávasa á hvíta sltppnum sínum, í fyrramálið var ferð norður og hann ætlaði að biðja bílstjórann sérstaklega fyrir það, utaná hafði hann skrifað stóru letri nafn og heimilisfang sóknarprcsts- ins. Hann ætlaði að bera það á sér í dag og vildi ckki eiga ncitt á hættu. Dagurinn leið svipað og aðrir dagar á þessu hóteli. Um morguninn komu dvalargestir og suinir þeirra fengtt að raka sig og hann fékk þeim rakspíra og talkúm eftir þörfum. Þeir voru kurteisir og morgunglaðir, töluðu margt um góða veðr.ð og viku að honum vænum skildingi. Það var rólcgra uppúr hádeginu og klósett- 9 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.