Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 18

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 18
Ilnífskaft með rúnum, fyrrnefnd áletrun. (Acta Archeol. 1953, hls. 198) álitlegt haugfé, enda var árfcrði yfir- leitt gott. Loks fóru rnenn að reisa bautasteina yfir brunagrafir, cn ekki varð sá siður algengur fyrr en um Kristsburð. Það er ekki úr vegi að tilfæra í þessu sambandi frægan kafla úr pro- logus Heimskringlu, cn þar segir: „Eptir Þjóðólfs sögn er fyrst ritin ævi Ynglinga ok þar við aukit eptir sögn fróðra manna. In fyrsta öld er kölluð brunaöld. Þá skyldi brcnna alla dauða menn ok reisa eptir bauta- steina, en síðan cr Freyr hafði heygðr verit at Uppsölum, j)á gerðu margir höfðingjar eigi síðr hauga en bauta- steina til minningar um frændr sína. En síðan er Danr inn mikilláti, Dana- konungr, lét sér haug gcra ok bauð at bera sik þangat dauðan með kon- ungsskrúði ok herbúnaði ok liest lians með öllu söðulreiði ok mikit fé annat ok hans ættmenn gerðu margir svá síðan, ok hófsk þar haugsöld í Dan- mörku, en lengi síðan helzk bruna- öld með Svíum ok Norðmönnum." Sú saga, sem fornmiujar segja, er töluvert á annan veg. Þess má geta, að bronzöld lauk í Danmörku um 400 f. Kr., þá hófst járnöld hin eldri og stóð yfir til 400 e. Kr„ en yngri járnöld nær yfir lokaskeið forsögu- tíma og heiðins siðar og er talið ljúka um 1000. Líkbrennsla var allsráðandi 16 í útfararsiðum Norðurlandabúa frá bronzöld fram undir Kristsburð, en þá kemur líkgröftur aftur til sög- unnar, fyrir rómversk áhrif, tíðkast hvorttveggja unz Norðurlandabúar taka kristni. Ríkir sinn siður í hvcrju héraði, að kalla, en þeir víxl- ast mjög á, og frágangur legstaða er með ýmsu móti. Mikil þurrð og tvístringur er á fornminjaheimildum uin járnöldina í Danmörku, og stend- ur það í sambandi við versnandi ár- ferði, afturför atvinnuvega og loks þjóðflutninga. Við uppgröftinn á Lindholm Hiije. sem senn er lokið, og ég var svo hepp- inn að geta tekið þátt í vorið 1955, hafa fundizt minjar frá öndverðri fimmtu öld til tólftu aldar e. Kr„ þar á meðal stór grafreitur. Lindholm Ilöje, Lindhólmahæð, er all hár jökulrani á norðurströnd Limafjarðar, skammt vestan við Nörresundby, en sá bær stendur við fjörðinn gegnt Alaborg. Seint á járn- öld hefur gert mikil sandfok yfir hæð- ina, hún hækkar sig í sessi, og um- ræddur grafreitur hverfur í foksand. Sandlagið varð all jjykkt áður en lauk, eða um 4 metrar austan megin á hæðarkambinum. Skógur og kjarr vex nú upp með hlíðum Lindhohn Höje, en háhæðin er trjá- laus á stóru svæði, og er jjaðan ágætt DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.