Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 19

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Síða 19
útsýni. Kippkorn sunnan við hæðina liggur Limafjörður frá vestri til aust- urs, þröngur á þessum kafla, en í vesturátt breikkar hann og hverfur við sjóndeildarhring, alsettur eyjum og sandrifum. Lindhólmaá fellur lygn til sævar í nánd, og í víkinni við ós- inn liefur verið ákjósanlegt skipalægi grunnristum skipum yngri járnaldar. A sjálfri hæðinni er hins vegar gott til varnar, sér til mannaferða í næstu sveitum og siglinga um fjörðinni. Ar- ið 188!) kemur maður að nafni Kr. Bahnson og grefur upp dálítið svæði utan i hæðinni í umboði National- museet, þjóðminjasafns Dana. Menn höfðu veitt athygli steinhnullungum í jaðri sandlagsins, Bahnson grefur of- an af þeim og sér að þeir mynda rað- ir, einna líkastar skipum í laginu. Steinaraðir þessar voru umgjarðir um legstaði, og fann Bahnson fjórar slík- ar umgjarðir. Arið 1896 er aftur graf- ið á hæðinni. Fundust tvö „skip“ og ein sporöskjulaga umgjörð. Eftir það gekk á ýmsu, t. d. munaði mjóu, að hæðin yrði nýtt til grjótnáms. t upp- hafi síðustu heimsstyrjaldar reistu Þjóðverjar veðurathugunarstöð á hæðarkambinum og girtu hana djúp- um skotgröfum. Eftir brottför lierj- anna sáu menn í skotgröfunum steina á stærð við þá, sem komu upp á 19. öld. Ekkert var samt aðhafzt þar til árið 1951, að verksmiðjueigandi einn í Alaborg, Oscar Marseen, kannar hæðina miðsvæðis. Marseen rak stöng niður í sandinn með stuttu millibili og merkti með kalksteinsmolum þá staði, þar sem stöngin rakst á steiu undir sandinum. Smám saman tóku kalksteinsmolarnir á sig reglulegar myndir, skiplaga, sporöskjulaga o. s. frv. Lét Marseen staðar numið, þegar hann hafði uppgötvað um tutt- ugu grafir á þennan hátt, en nú var ekki lengur um að villast, á Lindholm Höje hlaut að liggja óvenju stór graf- reitur. Samvinna hófst með Aalborg Historiske Museum, bæjarfélagi Nörresundby og Nationalmuseet, og tókust þessir aðilar á hendur að kosta og annast uppgröft á Lindholm Höje. Hófst uppgröftur seint á árinu 1952. Af hálfu danska þjóðminjasafnsins liefur magister Thorkild Ramskou yfirumsjón með þessum rannsóknum, en safnverðir frá Alaborgarsafninu annast framkvæmdir á staðnum. Hefur Oscar Marseen unnið að upp- greftinum frá byrjun á vegum Ala- borgarsafnsins, og á ég honum að þakka ágæta leiðsögn um minjasvæð- ið. En í þessari frásögn styðst ég að- allega við rannsóknarskýrslur mag. Thorkild Ramskous. Alls liafa fundizt 682 grafir, úr ein- um og sama grafreit, stakir hús- Hnífskaft með rúnum, síðarnefnd áletrun. (Acta Archeol. 1953, bls. 199) DAGSKRÁ 17

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (01.12.1958)
https://timarit.is/issue/368537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (01.12.1958)

Gongd: