Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Qupperneq 19
útsýni. Kippkorn sunnan við hæðina
liggur Limafjörður frá vestri til aust-
urs, þröngur á þessum kafla, en í
vesturátt breikkar hann og hverfur
við sjóndeildarhring, alsettur eyjum
og sandrifum. Lindhólmaá fellur lygn
til sævar í nánd, og í víkinni við ós-
inn liefur verið ákjósanlegt skipalægi
grunnristum skipum yngri járnaldar.
A sjálfri hæðinni er hins vegar gott til
varnar, sér til mannaferða í næstu
sveitum og siglinga um fjörðinni. Ar-
ið 188!) kemur maður að nafni Kr.
Bahnson og grefur upp dálítið svæði
utan i hæðinni í umboði National-
museet, þjóðminjasafns Dana. Menn
höfðu veitt athygli steinhnullungum í
jaðri sandlagsins, Bahnson grefur of-
an af þeim og sér að þeir mynda rað-
ir, einna líkastar skipum í laginu.
Steinaraðir þessar voru umgjarðir um
legstaði, og fann Bahnson fjórar slík-
ar umgjarðir. Arið 1896 er aftur graf-
ið á hæðinni. Fundust tvö „skip“ og
ein sporöskjulaga umgjörð. Eftir það
gekk á ýmsu, t. d. munaði mjóu, að
hæðin yrði nýtt til grjótnáms. t upp-
hafi síðustu heimsstyrjaldar reistu
Þjóðverjar veðurathugunarstöð á
hæðarkambinum og girtu hana djúp-
um skotgröfum. Eftir brottför lierj-
anna sáu menn í skotgröfunum steina
á stærð við þá, sem komu upp á 19.
öld. Ekkert var samt aðhafzt þar til
árið 1951, að verksmiðjueigandi einn
í Alaborg, Oscar Marseen, kannar
hæðina miðsvæðis. Marseen rak stöng
niður í sandinn með stuttu millibili
og merkti með kalksteinsmolum þá
staði, þar sem stöngin rakst á steiu
undir sandinum. Smám saman tóku
kalksteinsmolarnir á sig reglulegar
myndir, skiplaga, sporöskjulaga
o. s. frv. Lét Marseen staðar numið,
þegar hann hafði uppgötvað um tutt-
ugu grafir á þennan hátt, en nú var
ekki lengur um að villast, á Lindholm
Höje hlaut að liggja óvenju stór graf-
reitur. Samvinna hófst með Aalborg
Historiske Museum, bæjarfélagi
Nörresundby og Nationalmuseet, og
tókust þessir aðilar á hendur að kosta
og annast uppgröft á Lindholm Höje.
Hófst uppgröftur seint á árinu 1952.
Af hálfu danska þjóðminjasafnsins
liefur magister Thorkild Ramskou
yfirumsjón með þessum rannsóknum,
en safnverðir frá Alaborgarsafninu
annast framkvæmdir á staðnum.
Hefur Oscar Marseen unnið að upp-
greftinum frá byrjun á vegum Ala-
borgarsafnsins, og á ég honum að
þakka ágæta leiðsögn um minjasvæð-
ið. En í þessari frásögn styðst ég að-
allega við rannsóknarskýrslur mag.
Thorkild Ramskous.
Alls liafa fundizt 682 grafir, úr ein-
um og sama grafreit, stakir hús-
Hnífskaft með rúnum, síðarnefnd áletrun. (Acta Archeol. 1953, bls. 199)
DAGSKRÁ 17