Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 23

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Side 23
tiltölulega fæstir þeirra í hrunaflekkj- unum. Er eftir meiru að slægjast í hinum fáu líkgröfum. í einni þeirra fundust tvær nælur úr bronzi, sem eftir legu og stíl að dæma eru frá 6. öld (sjá mynd nr. 5). í annarri lík- gröf lágu fimm silfurpeningar með kúfískum stöfum. Myntfræðingurinn G. Galster les á einum þeirra: ,,Sa- manide Ismail Ibn Ahmed. Kalífi Mutadid Billah. Esch Schasch árið 287.“ En Esch Schasch er gamalt nafn borgarinnar Taskent í Túrkestan. Arið 287 hjá Múhammeðstrúar- mönnum svarar til ársins f)00 eftir okkar tímatali (sjá mynd nr. 6, um- ræddur peningur er lengst til vinstri). Peningarnir segja til um aldurstak- mark grafarinnar og bera auk þess vitni sambandi við austrænar þjóðir á víkingaöld. Tvær líkgrafir aðrar virðast einnig frá víkingaöld áliðinni. I annarri fannst Þórshamar (mynd nr. 7). Eins og minnzt var á, liggja mann- vistarlög yfir sjálfum grafreitnum. Á víð og dreif um þessi lög sást móta fyrir skurðum, óreglulegum í lögun, og er óvíst hvaða hlutverki þeir gegndu, en í þeim fundust viðarkol, leirkerabrot, molar úr tálgusteins- íláti, dýrabein, naglar o. fl. Innan um þessa auðkennalitlu úrgangsmuui fundu menn 11 peninga. Á þá er, sam- kvæmt venju, letrað nafn ríkjandi konungs, myntsláttustaðar og mynt- Húsgrunnur nr. 1389. (Acta Archeol. 1955, bls. 183) DAGSKRA 21

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.